Erlent

Fleiri Danir þjást af skammdegisþunglyndi en áður

Töluvert fleiri Danir þjást af skammdegisþunglyndi í upphafi þessa vetrar en venjan er til.

Fjallað er um málið á vefsíðunni  Avisen og þar er rætt við sálfræðinginn Camilu Holst. Hún segir að einkum tvennt valdi auknu skammdegisþunglyndi meðal Dana. Annarsvegar að það voru afar fáir sólardagar síðasta sumar í Danmörku og raunar var sumarið eitt það votasta í manna minnum.  Hinsvegar eru áhyggjur fólks af fjármálakreppunni í Evrópu.

Camilla Holst bendir á að fáir sólardaga síðasta sumar hafi valdið því að fólk hafi ekki fengið nægilegt af D-vítamíni í kroppinn. Það valdi sennilega því að skammdegisþunglyndið hafi skollið á mun fyrr í ár en venjulegt er.  Ofan á þetta bætast svo áhyggjur fólks um að hugsanlega muni það missa vinnu sína vegna efnahagsástandsins.

Helstu einkenni skammdegisþunglyndis eru þreyta, svefnvandamál og tap á einbeitingu við dagleg verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×