Erlent

Stúlka sat föst í tvo daga

Fimbulkuldi var í Norður-Karólínu en Jordan vafði fötum utanum sig til að halda á sér hita.
Fimbulkuldi var í Norður-Karólínu en Jordan vafði fötum utanum sig til að halda á sér hita. mynd/ABC
Níu ára gömul stúlka sat föst í tvö daga eftir að hún og stjúpfaðir hennar lentu í bílslysi.

Björgunarmenn heyrðu ekki í hjálparöskrum Jordan Landon, níu ára stúlku frá Norður-Karólínu. Hún sat föst í bílnum í 43 klukkustundir en bíllinn lá í djúpum skurði.

Talið er að stjúpfaðir Jordan hafi haldið utanum hana allt þangað til að hann lést.

Það tók björgunarmenn um klukkustund að koma Jordan úr bílflakinu. Þak bílsins hafði fallið saman svo að ómögulegt var fyrir Jordan og stjúpföður hennar að komast út úr bílnum.

Björgunarmenn segja það vera kraftaverk að Jordan hafi lifað af. Hún hafi gengið í gegnum mikla þolraun þegar stjúpfaðir hennar lést og það sé í raun ótrúlegt að hún hafi verið jafn róleg og raun bar vitni. Líklega hefur Jordan heyrt í köllum og sírenum leitarmanna hátt fyrir ofan sig.

Jordan skammtaði sér þann mat sem var í bílnum. Hún át einungis kex og orkudrykk sem feðginin höfðu keypt í verslun stuttu áður en slysið átti sér stað.

Einn af björgunarmönnunum sagði það vera hreint ótrúlegt að níu ára stúlka hafi haft vit á því að skammta matinn.

Þegar björgunarmennirnir komu að bílnum brást Jordan í grát og sagði að pabbi sinn væri dáinn.

Talið er að Jordan muni ná sér að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×