Erlent

Nýr mannskapur í Alþjóðlegu geimstöðinni

Geimfararnir heilast við komuna í ISS.
Geimfararnir heilast við komuna í ISS. mynd/AFP
Mynd tekin stuttu áður en Soyuz tengdist ISS.mynd/AFP
Rússneska geimflaugin Soyuz lagðist að Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, í dag.

Í flauginni voru tveir rússneskir geimfarar ásamt einum frá Bandaríkjunum. Soyuz var skotið á loft frá Baikonur cosmodrome í Kasakstan á mánudaginn síðastliðinn.

Eftir að NASA sagði skilið við geimferðaáætlun sína í ágúst á þessu ári er Soyuz eina eldflaugin sem getur ferjað vistir og mannskap til ISS.

Talsmaður Rússnesku geimferðastofnunarinnar sagði tenginguna við ISS hafa gengið afar vel.

Núverandi íbúar ISS munu yfirgefa geimstöðina í desember en þeir nýju munu dvelja á sporbraut næstu mánuði.


Tengdar fréttir

Þrír geimfarar og reiður fugl á leið til ISS

Rússnesku eldflauginni Soyuz var skotið á loft frá Kasakstan í gær. Þrír geimfarar munu ferðast með flauginni til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS. Mikill snjóstormur gekk yfir Kasakstan þegar skotið var áætlað en Rússarnir létu það lítið á sig fá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×