Erlent

Átta ára gömul og í röngum líkama

Danann hefur aldrei verið ánægðari.
Danann hefur aldrei verið ánægðari. mynd/andersoncooper.com
Hin átta ára gamla Danann segir að sér líði loks eðlilega eftir að hafa upplifað sig í röngum líkama. Stúlkan Danann fæddist nefnilega sem piltur.

Í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN lýsir Danann þeirri miklu sorg sem einkennt hefur líf hennar. Hún segir skólagöngu sína hafa verið afar erfiða og að skólafélagar sínir hafi ekki skilið ástand sitt. Hún var því lögð í einelti.

Frá tveggja ára aldri hefur Danann lýst því yfir að hún sé stelpa.

Foreldrar Danann horfast nú í augu við vandamál dóttur sinnar. Danann hefur því fengið að safna hári og gengur nú aðeins í stelpufötum.

Í viðtalinu segja foreldar hennar að þau hafi ekki skilið erfiðleika hennar. Í örvilnun hafi þau leitað til lækna. En svör sérfræðinganna hjálpuðu lítið - þeir sögðu Danann vera með athyglisbrest.

Á endanum neyddust foreldar hennar að flytja hana um skóla. Kennarar Danann sögðu hátterni hennar trufla aðra nemendur.

Móðir Danann segir það hafa verið mikla hugljómun þegar sálfræðingur sýndi henni heimildarmynd um transgender-einstaklinga. Hún segir að foreldrar eigi ekki að ásaka sjálfa sig því kynvitund sé sannarlega meðfædd - fólk einfaldlega fæðist öðruvísi.

Aðspurð segir Danann að hún hafi aldrei verið ánægðari: „Ég er sú sem ég vil vera og þannig vil ég hafa það".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×