Erlent

Grunaður um að hafa skotið á Hvíta húsið

Oscar Ramiro Ortega-Hernandez.
Oscar Ramiro Ortega-Hernandez. mynd/nps.gov
Yfirvöld í Pennsylvaníu handtóku karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á Hvíta Húsið í Washington.

Skotárásin átti sér stað á föstudaginn síðastliðinn. Starfsmenn fundu byssuskot á lóð Hvíta Hússins eftir að skothljóð heyrðust í nágrenni forsetabústaðarins.

Oscar Ramiro Ortega-Hernandez var handtekinn í dag í tengslum við málið. Hernandez hvarf af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Í tilkynningu yfirvalda kemur fram að ólíklegt þyki að Hernandez sé tengdur róttækum samtökum.

Talið er ein kúla hafi lent í rúðu Hvíta Hússins. Samkvæmt fréttastofunni AFP eru leyniþjónustumenn enn að rannsaka úthlið hússins.

Ekkert vitað um ástæður skotárásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×