Erlent

Fórnarlömb ofbeldis í fangelsi

Umbætur á réttarkerfi landsins reyndust innantóm loforð.
Umbætur á réttarkerfi landsins reyndust innantóm loforð. nordicphotos/AFP
Heimildarmynd sem Evrópusambandið lét gera um konur í fangelsum í Afganistan verður ekki sýnd – að sögn af ótta við að sýningin gæti stefnt öryggi kvennanna í hættu.

Ákvörðunin hefur samt verið gagnrýnd fyrir það að þarna hafi Evrópusambandið látið undan pólitískum þrýstingi og fórnað málstað kvenréttinda til þess að skaða ekki tengslin við stjórnvöld í Afganistan.

Í myndinni er sögð saga tveggja kvenna. Önnur afplánar tólf ára fangelsisdóm sem hún fékk fyrir þann „glæp“ einan að henni var nauðgað. Hin situr í fangelsi vegna þess að hún flúði frá eiginmanni sínum, sem hafði beitt hana grófu ofbeldi.

Heather Barr, sem starfar hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch, vinnur að rannsókn á fangavist kvenna í Afganistan. Hún segir málum af þessu tagi hafa fjölgað. Breytingar sem gerðar hafi verið á réttarkerfi landsins virðist hafa gert illt verra, því konur hafi sumar hverjar treyst því að staða þeirra myndi batna – en meintar umbætur hafi í mörgum tilvikum reynst innantóm loforð.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×