Erlent

Ást í lögreglubílnum

Tina Marie Arie og Howard Windham.
Tina Marie Arie og Howard Windham. mynd/mcgtn.org/sheriff
Ástríðufullt par var flutt á lögreglustöðina í Montgomery-sýslu í Bandaríkjunum í dag. Þau eru grunuð um fíkniefnamisferli og óheftar ástríður.

Howard Windham og Tina Marie Arie voru handtekinn á skyndibitastað í Montgomery eftir að mikið magn fíkniefna fannst á þeim. Þeim var umsvifalaust komið fyrir í lögreglubíl og flutt í gæsluvarðhald.

Á miðri leið tók lögregluþjónninn eftir því að höfuð Arie lá í kjöltu Windham. Hann bað Arie vinsamlegast um að setjast upp. En rómantíkin var allsráðandi og Arie neitaði, sagðist einungis vera þreytt.

Lögreglumaðurinn neyddist til að stöðva bílinn og þvinga Arie úr kjöltu Windhams. Í ljós kom að Arie hafði gefið Windham munngælur.

Það vekur hins vegar furðu að Windham og Arie voru bæði handjárnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×