Vill endurheimta völd frá Brussel 16. nóvember 2011 03:00 Borgarstjórinn David Wootton og forsætisráðherrann David Cameron Að venju er mikil viðhöfn höfð í hinu árlega kvöldverðarboði borgarstjóra fjármálahverfisins í London.nordicphotos/AFP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar eigi ekki að líta þær breytingar sem við blasir að gera þurfi á evrusvæðinu neikvæðum augum heldur sem tækifæri fyrir Bretland. Hann fullyrðir að í tengslum við breytingar á grundvallarreglum Evrópusambandsins fái Bretar kærkomið tækifæri til að fá aftur heim eitthvað af þeim völdum sem þeir hafi afsalað sér til Evrópusambandsins. Hann sagðist þó engan veginn telja að Bretland ætti að segja skilið við Evrópusambandið, og nefndi Noreg sérstaklega sem víti til varnaðar. „Utan Evrópusambandsins myndum við lenda í sömu stöðu og Noregur, sem er undirseldur hverri einustu reglu innri markaðarins frá Brussel en hefur enga möguleika til að móta þessar reglur. Og trúið mér: Ef við værum ekki innanborðs að hjálpa til við að semja reglurnar, þá væru þær settar án okkar,“ sagði Cameron, „og við yrðum ekki ánægð með útkomuna.“ Þess í stað vill hann tengja breytingarnar við víðtækari endurskoðun á tilgangi og hlutverki Evrópusambandsins. „Evrópusambandið hefur of lengi reynt að laga raunveruleikann að stofnunum sínum. En til lengri tíma næst árangur aðeins ef stofnanirnar laga sig að raunveruleikanum,“ sagði Cameron. Hann sagði rödd efasemdarmanna um Evrópusambandið, eins og sína, vera mikilvæga í þessu sambandi. „Við höfum rétt til þess að spyrja hvað Evrópusambandið á að gera og hvað það á ekki að gera, og breyta því í samræmi við það. Eins og ég sagði fela breytingar í sér tækifæri.“ Evrópusambandið þurfi að nota þetta tækifæri til að fara að einbeita sér að því sem máli skipti. Cameron lét þessi orð falla í ræðu sem hann flutti á mánudag á viðhafnarkvöldverði sem borgarstjóri fjármálahverfis Lundúnaborgar, City of London, heldur á hverju ári um miðjan nóvember. Löng hefð er fyrir því að forsætisráðherra Bretlands flytji stefnumarkandi ræðu við þetta tækifæri. Í ræðu sinni fór Cameron vítt og breitt yfir utanríkismál Bretlands, varði meðal annars íhlutun Breta í Líbíu og Afganistan og boðaði aukin framlög Breta til þróunaraðstoðar. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar eigi ekki að líta þær breytingar sem við blasir að gera þurfi á evrusvæðinu neikvæðum augum heldur sem tækifæri fyrir Bretland. Hann fullyrðir að í tengslum við breytingar á grundvallarreglum Evrópusambandsins fái Bretar kærkomið tækifæri til að fá aftur heim eitthvað af þeim völdum sem þeir hafi afsalað sér til Evrópusambandsins. Hann sagðist þó engan veginn telja að Bretland ætti að segja skilið við Evrópusambandið, og nefndi Noreg sérstaklega sem víti til varnaðar. „Utan Evrópusambandsins myndum við lenda í sömu stöðu og Noregur, sem er undirseldur hverri einustu reglu innri markaðarins frá Brussel en hefur enga möguleika til að móta þessar reglur. Og trúið mér: Ef við værum ekki innanborðs að hjálpa til við að semja reglurnar, þá væru þær settar án okkar,“ sagði Cameron, „og við yrðum ekki ánægð með útkomuna.“ Þess í stað vill hann tengja breytingarnar við víðtækari endurskoðun á tilgangi og hlutverki Evrópusambandsins. „Evrópusambandið hefur of lengi reynt að laga raunveruleikann að stofnunum sínum. En til lengri tíma næst árangur aðeins ef stofnanirnar laga sig að raunveruleikanum,“ sagði Cameron. Hann sagði rödd efasemdarmanna um Evrópusambandið, eins og sína, vera mikilvæga í þessu sambandi. „Við höfum rétt til þess að spyrja hvað Evrópusambandið á að gera og hvað það á ekki að gera, og breyta því í samræmi við það. Eins og ég sagði fela breytingar í sér tækifæri.“ Evrópusambandið þurfi að nota þetta tækifæri til að fara að einbeita sér að því sem máli skipti. Cameron lét þessi orð falla í ræðu sem hann flutti á mánudag á viðhafnarkvöldverði sem borgarstjóri fjármálahverfis Lundúnaborgar, City of London, heldur á hverju ári um miðjan nóvember. Löng hefð er fyrir því að forsætisráðherra Bretlands flytji stefnumarkandi ræðu við þetta tækifæri. Í ræðu sinni fór Cameron vítt og breitt yfir utanríkismál Bretlands, varði meðal annars íhlutun Breta í Líbíu og Afganistan og boðaði aukin framlög Breta til þróunaraðstoðar. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira