Erlent

Dularfull borg sést á myndum frá Alþjóðlegu geimstöðinni

Bjarminn frá Bakken olíulindinni er skærari en af flestum stórborgum.
Bjarminn frá Bakken olíulindinni er skærari en af flestum stórborgum. mynd/midwestenergynews.com
Hér sést Bakken-svæðið borið saman við aðrar borgir á svæðinu.mynd/midwestenerynews.com
Ótrúlegt myndband sem tekið var úr Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, sýnir dularfulla borg í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum.

Í myndbandinu er beitt svokallaðri líðandi myndatöku (e. time-lapse) og sést jörðin upplýst af borgum. Norður- og suðurljós jarðar sjást einnig í allri sinni dýrð.

Hægt er að sjá myndbandið hér.

En einn árvökull áhorfandi tók eftir undarlegum ljósum í norður-Ameríku. Í miðvesturríkjum Bandaríkjanna sjást borgir eins og Bismarck og Minneapolis upplýstar. Einn upplýstur blettur tilheyrir þó ekki neinni þekktri byggð.

Ken Paulman hóf rannsókn á ljósunum undarlegu og komst að því að þau tilheyra risavaxinni olíulind. Svæðið er kallað Bakken og er í Norður-Dakóta. Olíusvæðið er eitt það stærsta í heimi og þekur rúmlega 500.000 ferkílómetra í Norður-Dakóta og Montana-fylki - ásamt því að teygja sig yfir landamærin til Kanada.

Ljósin sem sjást á myndbandinu orsakast vegna blossa sem myndast vegna jarðgass og logandi pústra sem létta á þrýstingi vinnutækja olíulindarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×