Erlent

Vegareiði hefur aukist nokkuð

Rasandi Danir eru á því að reiðiköstum í umferðinni hafi fjölgað undanfarin ár.
Rasandi Danir eru á því að reiðiköstum í umferðinni hafi fjölgað undanfarin ár.
Danskir ökumenn segjast verða meira varir við reiðiköst á vegum úti en áður. Í frétt Politiken er vitnað í könnun sem samtök bifreiðaeigenda og hjólreiðafólks stóðu að. Þar kemur fram að 37 prósent svarenda segjast skynja að „vegareiði“ hafi aukist á síðustu fimm árum, en einungis þrjú prósent telja að ástandið hafi skánað.

28 prósent segjast hafa fengið yfir sig reiðiköst annarra í umferðinni síðustu mánuði, flestir hafa fengið fingurinn, en öðrum hefur verið hótað og jafnvel orðið fyrir líkamsmeiðingum.

Sjötti hver játaði að hafa misst stjórn á skapi sínu við akstur.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×