Erlent

Doherty dauðhræddur við draug Amy Winehouse

Mynd/AP
Rokkstjarnan Pete Doherty á ekki sjö dagana sæla þessa dagana en hann er þess fullviss að draugur Amy Winehouse gangi nú aftur í íbúð hans. Nú er svo komið að honum er ekki lengur vært í íbúðinni og hefur hann því flúið til Parísar, að því er heimildarmaður breska tónlistarblaðsins NME fullyrðir.

„Hann er fullkomlega sannfærður um að hann hafi séð draug hennar,“ segir heimildin. Margir munu raunar draga þá ályktun að sýnir Dohertys hafi aðallega með mikla eiturlyfjanotkun hans í gegnum árin að gera. Hann fullyrðir hinsvegar sjálfur að hann sé hættur öllu slíku.

Doherty og Winehouse, sem lést í sumar, voru góðir og nánir vinir og hefur hann minnst hennar á þeim tónleikum sem hann hefur haldið frá því honum var sleppt úr fangelsi í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×