Erlent

Telja að vatn megi finna á litlu dýpi

Mynd sem geimfarið Galileo tók af yfirborði Europa.
Mynd sem geimfarið Galileo tók af yfirborði Europa. mynd/AFP
Nýleg greining á yfirborði tunglsins Europa gefur til kynna að vatn sé þar að finna á tiltölulega litlu dýpi.

Vísindamönnum hefur lengi grunað að vatn sé að finna á tunglinu en þeir hafa hingað til talið að það sé að finna á 10 - 30 kílómetra dýpi. Nú telja vísindamenn að vatn sé að finna á 3 kílómetra dýpi.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru afar mikilvægar því mun auðveldara er að rannsaka vatn á litlu dýpi. Yfirborð Europa er þakið ís og það hefur verið talið nær óhugsandi að brjótast í gegnum ísmöttulinn.

Europa er á braut umhverfis Júpíter og er eitt af sex tunglum plánetunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×