Erlent

Segir landa sína ekki óttast Kína

Barack Obama og Julia Gillard Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ástralíu.fréttablaðið/AP
Barack Obama og Julia Gillard Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ástralíu.fréttablaðið/AP
Barack Obama Bandaríkjaforseti fullyrðir að Bandaríkjamenn óttist ekki vaxandi mátt Kína.

Þetta sagði hann í Ástralíu í gær, þar sem hann var í heimsókn hjá Juliu Gillard forsætisráðherra.

Í heimsókninni skýrði Obama frá því að 250 bandarískir hermenn yrðu sendir til Ástralíu á næsta ári, og smám saman yrði þeim fjölgað í 2.500.

Obama segir tilganginn vera að styrkja hernaðarsamstarf ríkjanna, en ástæðan sé ekki sú, sem ýmsir hafa talið, að Bandaríkin vilji með þessu sporna við auknum áhrifum Kínverja.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×