Erlent

Breska læknafélagið vill banna reykingar í bílum

Læknafélag Bretlands hvetur yfirvöld þar í landi til að banna alfarið reykingar í bílum. Jafnframt vill félagið að banni við reykingar á opinberum stöðum og veitingastöðum verði haldið áfram.

Í nýrri skýrslu félagsins um málið segir að banninu sé ætlað að vernda fólk, einkum börn og ungmenni, fyrir eitrun og heilsubresti af völdum óbeinna reykinga.



Í frétt um málið á BBC segir að í bílum sé oft 23 sinnum meira af eiturefnum en á þéttsetnum börum. Óbeinar reykingar auki hættu á margskonar sjúkdómum og kvillum einkum hjá börnum sem hafi ekki eins þróað ónæmiskerfi og hinir fullorðnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×