Erlent

Mikil átök í Damaskus í nótt

Mikil átök urðu við eina af bækistöðvum sýrlenska flughersins í Damaskus í nótt þar sem uppreisnarmenn beittu sprenguvörpum og vélbyssum gegn stjórnarhernum.

Engar fréttir hafa borist um mannfall en erlendir fjölmiðlar segja árásina mestu hernaðaraðgerðina gegn sýrlenskum stjórnvöldum hingað til.

Tala látinna í átökunum í Sýrlandi er nú komin yfir 3.500 manns og þrýstingur á stjórnvöld þar í landi eykst dag frá degi. Forráðamenn Arababandalagsins munu í dag formlega staðfesta ákvörðun sína um að sparka Sýrlandi úr bandalaginu.

Þá hafa Tyrkir, helstu bandamenn Sýrlands, hótað því að loka fyrir rafmagnssölu til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×