Erlent

Obama í opinberri heimsókn í Ástralíu

Barack Obama Bandaríkjaforseti er kominn í tveggja daga opinbera heimsókn til Ástralíu en þessari heimsókn hafði tvisvar verið frestað vegna anna forsetans.

Markmiðið með heimsókninni er að ræða sameiginleg öryggismál þjóðanna við Juliu Gillard forsætisráðherra Ástralíu. Þjóðirnar halda upp á 60 ára afmæli öryggis- og varnarsamstarfs sín í millum í ár.

Í frétt BBC um heimsókn forsetans segir að reiknað sé með að leiðtogarnar tilkynni um nánari samvinnu sína í hernaðarmálum. Á morgun mun Obama svo halda ræðu í ástralska þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×