Erlent

Monti tilkynnir nýja ríkisstjórn Ítalíu í dag

Mario Monti forsætisráðherraefni Ítalíu mun tilkynna nýja ríkisstjórn landsins í dag. Monti mun hitta forseta landsins formlega í dag og leggja fyrir hann ráðherralista sinn.

Í fréttum ítalskra fjölmiðla í morgun segir að listinn innihaldi eingöngu sérfræðinga eins og búist hafði verið við. Monti sagði fréttamönnum seint í gærkvöldi að hann væri sannfærður um að Ítalir gætu og myndu færa nauðsynlegar fórnir til þess að koma efnahagslífi landsins aftur á réttan kjöl. Hann myndi kynna áformaðar aðgerðir sínar í þeim efnum fyrir forsetnum samhliða því að leggja fyrir hann ráðherralista sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×