Erlent

Arababandalagið setur Sýrlandi úrslitakosti

Arababandalagið hefur gefið stjórnvöldum í Sýrlandi þriggja daga frest til þess að stöðva blóðbaðið í landinu og hleypa alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn fyrir landamærin.

Geri Sýrlandsstjórn þetta ekki mun Arababandalagið grípa til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Sýrlandi.

Forsætisráðherra Katar segir að þolinmæði Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi sé á þrotum þar sem diplómatískar leiðir til þess að stöðva átökin í Sýrlandi hafa engan árangur borið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×