Erlent

Faðernismál gegn Bieber fellt niður

Justin Bieber hefur fangað nokkur hjörtu í gegnum tíðina.
Justin Bieber hefur fangað nokkur hjörtu í gegnum tíðina.
Maria Yeater hefur fallið frá faðernismáli gegn poppstirninu Justin Bieber, en hún hefur haldið því fram að hún gangi með barn Biebers undir belti.

Sjálfur hefur hann neitað þessum ásökunum staðfastlega og til stóð að hann færi í DNA-próf til þess að sanna í eitt skipti fyrir öll að hann væri ekki faðir barnsins.

Nú greinir slúðursíðan TMZ frá því að María hafi fallið frá málinu í síðustu viku án þess að tilkynna um það opinberlega. Að auki hafa lögfræðingar hennar sagt sig frá málinu og hafa, að því er virðist, engan áhuga á að verja hagsmuni hennar lengur.

Málinu er hugsanlega ekki lokið, því Bieber sagðist ætla að lögsækja Maríu fyrir falskar ásakanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×