Erlent

Enn á huldu með hulduefnið

Ráðgátan um hulduefni í alheiminum varð enn dularfyllri í fyrradag eftir að ný rannsókn stjörnufræðinga í Síle gekk í berhögg við fyrri kenningar um eðli efnisins.

Erlent

Segist hafa ætlað að afhöfða Brundtland

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar.

Erlent

Eva Joly stal senunni

Eva Joly stal senunni í frönskum fjölmiðlum í gær, en hún er þessa dagana í kosningabaráttu fyrir frönsku forsetakosningarnar. Fyrsta umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn. Joly bauð fjölmiðlamönnum í strætóferð um götur Parísar í gær. Í bíltúrnum ræddi hún allan þann óskunda sem hún telur að Nicholas Sarkozy, núverandi forseti, hafi gert í forsetatíð sinni.

Erlent

Grétu yfir frásögn Breiviks

Anders Behring Breivik, fjöldamorðinginn í Noregi, vildi afhausa Gro Harlem Brundland, fyrrverandi forsætisráðherra, taka upp aftökuna og sýna hana á Netinu. Þetta sagði hann í réttarhöldum í dag. Fjórði dagur réttarhaldanna fer nú fram og enn er verið að taka skýrslu af sakborningi. Þar lýsti hann árás sinni í Útey. Saksóknari krafðist þess að stutt hlé yrði gert á réttarhöldunum þegar hann sá að fjöldi fólks sem var samankominn í réttarsalnum til að fylgjast með réttarhöldunum var farinn að skæla.

Erlent

Leðurskjaldbökur hugsanlega ekki í útrýmingarhættu

Vísindamenn hafa fundið stærstu leðurskjaldbökunýlendu í heimi. Leðurskjaldbökur hafa hingað til þótt vera í bráðri útrýmingarhættu en uppgötvanir á eynni Gabon í vesturhluta Afríku vekja upp vonir um að tegundin sé ekki jafn illa stödd og áður var talið. Matthew Witt, hjá háskólanum í Exeter, leiddi rannsóknina á eyjunni. Hann segir að það hafi verið vitað að skjaldbökur af þessu tagi væru á eyjunni en ekki að þær væru þar í jafn miklu mæli.

Erlent

Fordæma myndbirtingar á líkum

Talíbanar í Afganistan hafa fordæmt myndbirtingar af bandarískum hermönnum sem stilltu sér upp fyrir myndatöku með lík af talíbönskum hermönnum. Talíbanarnir segja að myndirnar séu ómannúðlegar og heita hefnd vegna þeirra. Myndirnar sýna talíbana sem fórust í sjálfsmorðsárásum. Þær voru teknar fyrir tveimur árum en birtar í Los Angeles Times á miðvikudaginn. Á einni myndinni er bandarískur hermaður með lík og hendin á líkinu hvílir á öxl hermannsins. Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt myndirnar og segir að þeir sem beri ábyrgð verði látnir sæta refsingu.

Erlent

Segir Breivik hafa tögl og haldir í réttarsalnum

Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik mætti í morgun fyrir rétt, fjórða daginn í röð. Norskir miðlar greina frá því að í þetta skipti hafi hann ekki heilsað með sama hætti og hina dagana, það er að segja að hætti öfga hægri manna.

Erlent

Ætla að byggja kirkju úr pappa

Til stendur að byggja 25 metra háa dómkirkju úr pappa í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi. Gamla dómkirkjan eyðilagðist í miklum jarðskjálfta sem reið yfir borgina haustið 2010.

Erlent

Langveikur piltur var Batman í einn dag

Langveikur piltur í Bandaríkjunum fékk að ganga í skóm Leðurblökumannsins í vikunni. Lögreglu- og slökkviliðsmenn í borginni Arlington í Texas settu á svið ótrúlega atburðarás þar sem bankaræningjar og Jókerinn sjálfur komu við sögu.

Erlent

Sprengjuleit í þinghúsinu í Osló

Sprengjuleit var gerð í dag í þinghúsinu í Osló þar sem réttarhöldin yfir Anders Behring Breivik fara fram. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að pakki í kjallara hússins hafi virst innihalda nítróglíserín sem stundum er notað til sprengjugerðar. Þinghúsið þurfti ekki að rýma en sjónvarpsstöðin segir að Breivik hafi verið fluttur um set úr gæsluvarðhaldsklefa sínum í húsinu.

Erlent

Bað þjóðina afsökunar

Juan Carlos, konungur Spánar, bað spænsku þjóðina afsökunar á veiðiferð sinni til Afríku á dögunum, á sama tíma og landið glímir við djúpa efnahagslægð.

Erlent

Stærir sig af fjöldamorðum

Við upphaf fimm daga yfirheyrsla yfir Anders Behring Breivik fékk hann rúma klukkustund til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann reyndi að réttlæta voðaverk sín. Hann segist vera herskár þjóðernissinni og líkir sér við al Kaída. Aðstandendur fórnarlamba hans segja mikilvægt að réttarhöldin snúist um glæpina sem hann framdi en verði ekki vettvangur fyrir pólitískar yfirlýsingar.

Erlent

Segja Breivik vera ímyndunarveikan

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur neitað að svara mörgum spurningum saksóknara í dag á þriðja þegi réttarhaldanna yfir honum. Breivik hefur verið þráspurður um tengsl hans við öfgahópa og fólk með svipaðar skoðanir og hann en hann hefur áður sagst tilheyra hópi manna sem kenni sig við Musterisriddarana.

Erlent

Spjallþáttur Assange í loftið

Nýr spjallþáttur Julians Assange, stofnanda Wikileaks, var frumsýndur á rússnesku sjónvarpsstöðinni RT í gær. Í fyrsta þættinum ræddi Assange við Hassan Nasrallah, leiðtoga Hezbollah-skæruliðasamtakanna í Líbanon.

Erlent

Barnaníðingur framdi sjálfsmorð - níddist á barni hér á landi

Barnaníðingurinn John Charles Ware, sem var handtekinn í bandarísku borginni Fíladelfíu á síðasta ári grunaður um að níðast á tveimur börnum framdi sjálfsmorð í fangelsi en mál hans átti að taka fyrir í gær. Maðurinn var meðal annars grunaður um að hafa boðið ungum dreng með sér í ferðalag um Ísland þar sem hann níddist á honum.

Erlent

Breivik segist iðrast einskis

Fjöldamorðinginn Anders Breivik segist iðrast einskis og fer fram á að hann verði sýknaður. Hann flutti yfirlýsingu í réttarsal í morgun þar sem hann hélt hatursáróðri sínum á lofti.

Erlent

Neðanjarðarbörn berjast áfram

Munaðarlaus börn í Rúmeníu voru kvikmynduð í lífsbaráttu sinni í heimildarmyndinni um Neðanjarðarbörnin sem kom út árið 2001. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Magnús Halldórsson skoðaði sögu barnanna sem hin verðlaunaða heimildarmynd fylgdi eftir og hvernig þeim hefur gengið á lífsins leið síðan. Hún hefur verið þyrnum stráð, svo ekki sé meira sagt.

Erlent