Erlent

Ebólu-faraldur í Kongó

Ebóluveiran smitast nú manna á milli í Kongó. Mikil skelfing hefur gripið um sig í landinu en á síðustu vikum hefur að minnsta kosti þrjátíu og einn látist af völdum veirunnar.

Erlent

Fréttaskýring: Hvert stefnir Evrópusambandið?

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins boðar breytingar á sáttmála þess. Framkvæmdastjórnin ætlar að kynna tillögur sínar fyrir kosningar til Evrópuþingsins árið 2014. Sameiginlegt fjármálaeftirlit evruríkjanna verður að veruleika um áramótin.

Erlent

Stórlega dregið úr barnadauða í heiminum

Stórlega hefur dregið úr barnadauða á heimsvísu og marktækur árangur náðst við að ráðast gegn helstu þáttum sem valda honum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og UNICEF á Íslandi vekur athygli á.

Erlent

Réðust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Jemen

Mótmælendur hafa ráðist inn í sendiráð Bandaríkjanna í Sana höfuðborg Jemen. Lögreglan hóf skothríð á mannfjöldann en tókst ekki að koma í veg fyrir að nokkrir þeirra náðu inn í snediráðbygginguna auk þess að kveikja í bílum sem stóðu fyrir utan hana.

Erlent

Bandarísk sérsveit send til Líbíu

Christopher Stevens, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu, lét lífið í fyrrinótt í árás á sendiráðið í Bengasí. Vopnaðir menn réðust inn á sendiráðslóðina, skutu á byggingar og köstuðu heimatilbúnum sprengjum.

Erlent

Tveir þriðju karla reykja

Hvergi í heiminum reykja karlar meira en í Indónesíu. Tveir af hverjum þremur körlum eldri en fimmtán ára stunda þar reykingar. Alls búa 80 prósent landsmanna á heimilum þar sem reykt er.

Erlent

Hvatt til allsherjarverkfalls

Þúsundir námuverkamanna fögnuðu ákaft þegar Julius Malema, fyrrverandi leiðtogi ungliðahreyfingar Afríska þjóðarráðsins, hvatti til allsherjarverkfalls námuverkamanna í landinu.

Erlent

Ástarlásar fjarlægðir af brúnni

Verið er að fjarlægja þúsundir hengilása af brúnni Ponte Milvio sem liggur yfir ánna Tíber í Róm á Ítalíu. Lásarnir eru kallaði ástarlásar en það hefur verið venja hjá ungum pörum í Róm að hengja þessa lása utan á brúna undanfarin ár til þess að lýsa yfir eilífri ást sinni á hvort öðru.

Erlent

Ein byssa var notuð við morðin í Frakklandi

Franska lögreglan hefur upplýst að aðeins ein byssa hafi verið notuð þegar fjölskylda frá Bretlandi var myrt þar sem hún var á ferðalagi á bifreið sinni í Frakklandi í síðustu viku. Enn er ekkert vitað um ástæðu morðanna.

Erlent