Erlent Gríska þingið samþykkti ný fjárlög fyrir næsta ár Gríska þingið samþykkti ný fjárlög fyrir næsta ár seint í gærkvöldi en í þeim er að finna gífurlegan niðurskurð í rekstri ríkisins og sparnað á flestum sviðum hins opinbera í Grikklandi. Erlent 12.11.2012 06:36 Fundu fornan gullfjársjóð í Búlgaríu Fornleifafræðingar í Búlagaríu hafa fundið stóran sjóð af munum úr gulli við uppgröft í norðurhluta landsins. Í sjóð þessum er m.a. að finna gullhringi, styttur af konum úr gulli og um 100 gullhnappa. Erlent 12.11.2012 06:33 Mannskæður skjálfti í Myanmar Tólf hafa fundist látnir á Myanmar eftir að jarðskjálfti upp á 6,8 stig reið yfir norðanvert landið í morgun. Mikil skelfing greip um sig í næst stærstu borg landsin Mandalay og safnaðist fólk saman á götum úti. Erlent 11.11.2012 18:58 Öryggisbrestur CIA: Viðhaldið hótaði hinu viðhaldinu Vefsíða breska dagblaðsins Daily Mail greinir frá því í dag að ástæðan fyrir því að bandaríska alríkislögreglan hóf rannsókn á tölvupóstum David Petraeus, fyrrverandi forstjóra CIA, hafi verið sú að ævisöguritari hans, Paula Broadwell notaði póstfangið hans til þess að hóta hinu viðhaldinu Petraues. Erlent 11.11.2012 17:49 Viðhaldið grunað um að hafa hótað annarri konu Þingnefnd um bandarísku leyniþjónustuna, CIA, hefur óskað eftir upplýsingum um það hversvegna bandaríska alríkislögreglan hóf rannsókn á póstum David Petraeus sem sagði upp störfum sem forstjóri leyniþjónustunnar síðasta föstudag eftir að í ljós kom að hann var að halda fram hjá eiginkonu sinni til marga ára. Erlent 11.11.2012 15:59 Annar karlmaður handtekinn vegna Savile-málsins Annar karlmaðurinn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn bresku lögreglunnar á því sem virðist vera umfangsmikil kynferðismisnotkun á unglingsstúlkum af hálfu sjónvarpsmannsins Jimmi Savile. Erlent 11.11.2012 15:06 Skutu á varðstöð á Gólan hæðinni Ísraelar drógust í dag í fyrsta skiptið inn í átökin í Sýrlandi þegar skotið var á ísraelska varðstöð á Gólan hæðinni með sprengjuvörpu í dag. Hermenn Ísraels skutu viðvörunarskoti til baka en þeim skilst að um mistök hafi verið að ræða. Erlent 11.11.2012 15:03 Fituskattur afnuminn Dönsk stjórnvöld ætla að afnema sérstakan skatt sem lagður var á matvæli sem hafa að geyma mettaða fitu yfir 2,3 prósenta mörkum. Erlent 11.11.2012 10:18 Hús sprakk í tætlur Gríðarleg sprenging varð í bandarísku borginni Indianapolis í nótt. Einn er látinn hið minnsta og nokkrir slasaðir en svo virðist sem íbúðarhús við friðsæla götu í borginni hafi einfaldlega sprungið í tætlur. Erlent 11.11.2012 10:15 Forstjóri BBC segir af sér George Entwistle forstjóri breska ríkisútvarpsins (BBC) hefur sagt af sér. Þetta tilkynnti hann í gær en afsögnin kemur í kjölfar mikillar gagnrýni á fréttaþáttinn Newsnight sem á dögunum fjallaði um kynferðisbrot Jimmi Savile, hins þekkta þáttastjórnanda á BBC sem lést fyrir nokkru. Erlent 11.11.2012 10:11 Hundapi tekur flækingskött að sér Bavíani í ísraelskum dýragarði hefur tekið að sér lítinn kettling sem villtist með einhverjum hætti inn í búr hundapans. Erlent 10.11.2012 21:30 Hætta við risavopnasamning vegna gruns um spillingu Íraska ríkisstjórnin hefur hætt við að vopnakaupsamning sem ríkið gerði við Rússland í október síðastliðnum að andvirði 4,2 milljarða dollara. Ástæðan er sú að forsætisráðherra Íraks, Nouri Maliki, grunar að spilling eigi í hlut varðandi viðskiptin. Erlent 10.11.2012 15:01 Hélt framhjá með ævisöguritaranum Forstjóri öflugustu leyniþjónustu veraldar, CIA, hefur sagt upp störfum eftir að bandaríska alríkislögreglan komst að því að hann hélt framhjá konu sinni. Erlent 10.11.2012 13:31 Sér bara hryðjuverk „Það er engin borgarastyrjöld hjá okkur,“ segir Bashar al Assad Sýrlandsforseti í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð. Hann segir stjórnarherinn eingöngu eiga í stríði við hryðjuverkamenn sem njóti stuðnings frá útlöndum. Erlent 10.11.2012 11:00 Einn fágætasti hvalur heims sást í fyrsta sinn Vísindamenn hafa komist að því að tveir hvalir, sem rak á strönd við Nýja-Sjáland á gamlárskvöld árið 2010, hafi verið af einni fágætustu hvalategund heims. Erlent 10.11.2012 07:00 Skírði synina Barack Obama og Mitt Romney Móðir frá Kenía í Afríku eignaðist tvíbura morguninn eftir að úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum lágu fyrir. Þegar komið var að því að finna nöfn á litlu krílin var fátt annað sem kom upp í hugann á móðurinni en Barack Obama og Mitt Romney. Erlent 9.11.2012 22:02 Sonur forsætisráðherrans heima þegar lífvörður svipti sig lífi Sonur Frederiks Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, var staddur í íbúð forsætisráðherrans þegar lífvörður þar svipti sig lífi um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. Samkvæmt sænska Aftonbladet var Rinfeldt sjálfur fjarverandi en sonurinn er nú í skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hann er spurður út í atvikið. Erlent 9.11.2012 15:31 Skaut sig á heimili sænska forsætisráðherrans Karlmaður fannst látinn með alvarleg sár á heimili Fredriks Reinfeldts, forsætisráðherra Svíþjóðar, í dag. Eftir að maðurinn fannst var fjöldi lækna og lögregluþjóna kallaður á staðinn. Í blaðinu Expressen kemur fram að maðurinn sé öryggisvörður og Aftonbladet fullyrðir að maðurinn hafi skotið sjálfan sig. Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra var ekki heima þegar atvikið varð, segir Marcus Friberg, upplýsingaráðherra forsætisráðherrans, í samtali við sænska ríkissjónvarpið. Erlent 9.11.2012 14:07 Láku gögnum frá hernum til að hægt væri að búa til tölvuleik Sjö menn úr sjóher Bandaríkjanna hafa verið fundnir sekir um að hafa lekið gögnum frá hernum þegar þeir unnu sem ráðgjafar við hönnun tölvuleikjar. Leikurinn sem þeir veittu ráðgjöf við heitir Warfighter. Einn mannanna vann í því teymi sem myrti Osama bin Laden í fyrra. Leikurinn snýst þó ekkert um endalok ævi bin Ladens, heldur er tilgangurinn með því að fá ráðgjöf frá hermönnunum að gera hann sem allra raunverulegastan. Erlent 9.11.2012 13:40 Búsáhaldabylting hafin í Argentínu Búsáhaldabylting er hafin í Argentínu á svipuðum nótum og gerðist hér á Íslandi í kjölfar fjármálahrunsins fyrir fjórum árum síðan. Erlent 9.11.2012 09:34 Clinton eða Bush líklegust sem næsti forseti Bandaríkjanna Þótt ekki séu nema þrír dagar frá því að bandarísku forsetakosningunum lauk eru stjórnmálaskýrendur þegar farnir að spá í spilin hvað kosningarnar 2016 varðar. Tvö nöfn bera þar hæst, Clinton og Bush. Erlent 9.11.2012 07:26 Hu hvetur til atlögu gegn spillingunni Leiðtogar kínverska Kommúnistaflokksins leggja áherslu á að vinna gegn spillingu ráðamanna, sem virðist hafa grafið eitthvað undan tiltrú landsmanna til flokksins undanfarið. Erlent 9.11.2012 07:00 Fólk leitaði skjóls á sjúkrahúsi Tugir manna fórust þegar jarðskjálfti reið yfir í Gvatemala í fyrrinótt. Skjálftinn mældist 7,4 stig og olli miklu tjóni, einkum í borginni San Marcos en einnig í mismiklum mæli um allt landið. Erlent 9.11.2012 07:00 Bensín skammtað í New York Bensín verður skammtað í New York frá og með deginum í dag. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, tilkynnti þetta í gærkvöldi. Erlent 9.11.2012 06:55 Talningu enn ekki lokið á Flórída Talningu á atkvæðum í forsetakosningunum vestanhafs s.l. þriðjudag er enn ekki lokið á Flórida. Enn á eftir að ljúka talningu í þremur sýslum af 67 í ríkinu. Erlent 9.11.2012 06:52 Verðandi eiginmaður Svíaprinsessu geymir auð sinn á Cayman eyjum Sænskir fjölmiðlar hafa komist að því að Chris O Neill verðandi eiginmaður Madeleine Svíaprinsessu geymi mest af auði sínum í skattaparadísum eins og Cayman eyjum. Erlent 9.11.2012 06:50 Grikkir bíða nú næstu greiðslu Grikkland, APGrísk stjórnvöld gera sér vonir um að fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján ákveði að greiða Grikkjum næstu útborgun úr stöðugleikasjóði ESB. Gríska þingið samþykkti naumlega á miðvikudagskvöld nýjasta niðurskurðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem er skilyrði frekari fjárhagsaðstoðar. Erlent 9.11.2012 06:00 Morðinginn í Arizona í lífstíðarfangelsi Jared Loughner, sem myrti sex og slasaði þrettán, þar á meðal þingkonuna Gabrielle Giffords, í janúar í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Loughner er tuttugu og fjögurra ára gamall. Erlent 8.11.2012 21:30 Fundu tíu þúsund flöskur af einu dýrasta rauðvíni í heimi Tíu þúsund flöskur af einu dýrasta rauðvíni í heimi fundust í yfirgefnu húsi í Kína á dögunum. Lögreglan rannsakar nú vínfundinn, en ekki er víst hvort að flöskunar séu ekta eða um eftirlíkingu sé að ræða. Vínið er að gerðinni Chateau Lafite Rothschild sem er fransk eðalvín. Ef flöskurnar eru ekta má gera ráð fyrir að flöskurnar séu um tveggja milljarða króna virði. Erlent 8.11.2012 20:36 Yfir 20 þúsund flugferðum frestað vegna Sandy Rúmlega tuttugu þúsund flug voru felld niður vegna fellibylsins Sandy. Það er aftur á móti aðeins brot af þeim fjölda ferða sem hætt var við vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli á sínum tíma samkvæmt vefsíðunni túristi.is. Erlent 8.11.2012 09:23 « ‹ ›
Gríska þingið samþykkti ný fjárlög fyrir næsta ár Gríska þingið samþykkti ný fjárlög fyrir næsta ár seint í gærkvöldi en í þeim er að finna gífurlegan niðurskurð í rekstri ríkisins og sparnað á flestum sviðum hins opinbera í Grikklandi. Erlent 12.11.2012 06:36
Fundu fornan gullfjársjóð í Búlgaríu Fornleifafræðingar í Búlagaríu hafa fundið stóran sjóð af munum úr gulli við uppgröft í norðurhluta landsins. Í sjóð þessum er m.a. að finna gullhringi, styttur af konum úr gulli og um 100 gullhnappa. Erlent 12.11.2012 06:33
Mannskæður skjálfti í Myanmar Tólf hafa fundist látnir á Myanmar eftir að jarðskjálfti upp á 6,8 stig reið yfir norðanvert landið í morgun. Mikil skelfing greip um sig í næst stærstu borg landsin Mandalay og safnaðist fólk saman á götum úti. Erlent 11.11.2012 18:58
Öryggisbrestur CIA: Viðhaldið hótaði hinu viðhaldinu Vefsíða breska dagblaðsins Daily Mail greinir frá því í dag að ástæðan fyrir því að bandaríska alríkislögreglan hóf rannsókn á tölvupóstum David Petraeus, fyrrverandi forstjóra CIA, hafi verið sú að ævisöguritari hans, Paula Broadwell notaði póstfangið hans til þess að hóta hinu viðhaldinu Petraues. Erlent 11.11.2012 17:49
Viðhaldið grunað um að hafa hótað annarri konu Þingnefnd um bandarísku leyniþjónustuna, CIA, hefur óskað eftir upplýsingum um það hversvegna bandaríska alríkislögreglan hóf rannsókn á póstum David Petraeus sem sagði upp störfum sem forstjóri leyniþjónustunnar síðasta föstudag eftir að í ljós kom að hann var að halda fram hjá eiginkonu sinni til marga ára. Erlent 11.11.2012 15:59
Annar karlmaður handtekinn vegna Savile-málsins Annar karlmaðurinn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn bresku lögreglunnar á því sem virðist vera umfangsmikil kynferðismisnotkun á unglingsstúlkum af hálfu sjónvarpsmannsins Jimmi Savile. Erlent 11.11.2012 15:06
Skutu á varðstöð á Gólan hæðinni Ísraelar drógust í dag í fyrsta skiptið inn í átökin í Sýrlandi þegar skotið var á ísraelska varðstöð á Gólan hæðinni með sprengjuvörpu í dag. Hermenn Ísraels skutu viðvörunarskoti til baka en þeim skilst að um mistök hafi verið að ræða. Erlent 11.11.2012 15:03
Fituskattur afnuminn Dönsk stjórnvöld ætla að afnema sérstakan skatt sem lagður var á matvæli sem hafa að geyma mettaða fitu yfir 2,3 prósenta mörkum. Erlent 11.11.2012 10:18
Hús sprakk í tætlur Gríðarleg sprenging varð í bandarísku borginni Indianapolis í nótt. Einn er látinn hið minnsta og nokkrir slasaðir en svo virðist sem íbúðarhús við friðsæla götu í borginni hafi einfaldlega sprungið í tætlur. Erlent 11.11.2012 10:15
Forstjóri BBC segir af sér George Entwistle forstjóri breska ríkisútvarpsins (BBC) hefur sagt af sér. Þetta tilkynnti hann í gær en afsögnin kemur í kjölfar mikillar gagnrýni á fréttaþáttinn Newsnight sem á dögunum fjallaði um kynferðisbrot Jimmi Savile, hins þekkta þáttastjórnanda á BBC sem lést fyrir nokkru. Erlent 11.11.2012 10:11
Hundapi tekur flækingskött að sér Bavíani í ísraelskum dýragarði hefur tekið að sér lítinn kettling sem villtist með einhverjum hætti inn í búr hundapans. Erlent 10.11.2012 21:30
Hætta við risavopnasamning vegna gruns um spillingu Íraska ríkisstjórnin hefur hætt við að vopnakaupsamning sem ríkið gerði við Rússland í október síðastliðnum að andvirði 4,2 milljarða dollara. Ástæðan er sú að forsætisráðherra Íraks, Nouri Maliki, grunar að spilling eigi í hlut varðandi viðskiptin. Erlent 10.11.2012 15:01
Hélt framhjá með ævisöguritaranum Forstjóri öflugustu leyniþjónustu veraldar, CIA, hefur sagt upp störfum eftir að bandaríska alríkislögreglan komst að því að hann hélt framhjá konu sinni. Erlent 10.11.2012 13:31
Sér bara hryðjuverk „Það er engin borgarastyrjöld hjá okkur,“ segir Bashar al Assad Sýrlandsforseti í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð. Hann segir stjórnarherinn eingöngu eiga í stríði við hryðjuverkamenn sem njóti stuðnings frá útlöndum. Erlent 10.11.2012 11:00
Einn fágætasti hvalur heims sást í fyrsta sinn Vísindamenn hafa komist að því að tveir hvalir, sem rak á strönd við Nýja-Sjáland á gamlárskvöld árið 2010, hafi verið af einni fágætustu hvalategund heims. Erlent 10.11.2012 07:00
Skírði synina Barack Obama og Mitt Romney Móðir frá Kenía í Afríku eignaðist tvíbura morguninn eftir að úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum lágu fyrir. Þegar komið var að því að finna nöfn á litlu krílin var fátt annað sem kom upp í hugann á móðurinni en Barack Obama og Mitt Romney. Erlent 9.11.2012 22:02
Sonur forsætisráðherrans heima þegar lífvörður svipti sig lífi Sonur Frederiks Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, var staddur í íbúð forsætisráðherrans þegar lífvörður þar svipti sig lífi um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. Samkvæmt sænska Aftonbladet var Rinfeldt sjálfur fjarverandi en sonurinn er nú í skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hann er spurður út í atvikið. Erlent 9.11.2012 15:31
Skaut sig á heimili sænska forsætisráðherrans Karlmaður fannst látinn með alvarleg sár á heimili Fredriks Reinfeldts, forsætisráðherra Svíþjóðar, í dag. Eftir að maðurinn fannst var fjöldi lækna og lögregluþjóna kallaður á staðinn. Í blaðinu Expressen kemur fram að maðurinn sé öryggisvörður og Aftonbladet fullyrðir að maðurinn hafi skotið sjálfan sig. Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra var ekki heima þegar atvikið varð, segir Marcus Friberg, upplýsingaráðherra forsætisráðherrans, í samtali við sænska ríkissjónvarpið. Erlent 9.11.2012 14:07
Láku gögnum frá hernum til að hægt væri að búa til tölvuleik Sjö menn úr sjóher Bandaríkjanna hafa verið fundnir sekir um að hafa lekið gögnum frá hernum þegar þeir unnu sem ráðgjafar við hönnun tölvuleikjar. Leikurinn sem þeir veittu ráðgjöf við heitir Warfighter. Einn mannanna vann í því teymi sem myrti Osama bin Laden í fyrra. Leikurinn snýst þó ekkert um endalok ævi bin Ladens, heldur er tilgangurinn með því að fá ráðgjöf frá hermönnunum að gera hann sem allra raunverulegastan. Erlent 9.11.2012 13:40
Búsáhaldabylting hafin í Argentínu Búsáhaldabylting er hafin í Argentínu á svipuðum nótum og gerðist hér á Íslandi í kjölfar fjármálahrunsins fyrir fjórum árum síðan. Erlent 9.11.2012 09:34
Clinton eða Bush líklegust sem næsti forseti Bandaríkjanna Þótt ekki séu nema þrír dagar frá því að bandarísku forsetakosningunum lauk eru stjórnmálaskýrendur þegar farnir að spá í spilin hvað kosningarnar 2016 varðar. Tvö nöfn bera þar hæst, Clinton og Bush. Erlent 9.11.2012 07:26
Hu hvetur til atlögu gegn spillingunni Leiðtogar kínverska Kommúnistaflokksins leggja áherslu á að vinna gegn spillingu ráðamanna, sem virðist hafa grafið eitthvað undan tiltrú landsmanna til flokksins undanfarið. Erlent 9.11.2012 07:00
Fólk leitaði skjóls á sjúkrahúsi Tugir manna fórust þegar jarðskjálfti reið yfir í Gvatemala í fyrrinótt. Skjálftinn mældist 7,4 stig og olli miklu tjóni, einkum í borginni San Marcos en einnig í mismiklum mæli um allt landið. Erlent 9.11.2012 07:00
Bensín skammtað í New York Bensín verður skammtað í New York frá og með deginum í dag. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, tilkynnti þetta í gærkvöldi. Erlent 9.11.2012 06:55
Talningu enn ekki lokið á Flórída Talningu á atkvæðum í forsetakosningunum vestanhafs s.l. þriðjudag er enn ekki lokið á Flórida. Enn á eftir að ljúka talningu í þremur sýslum af 67 í ríkinu. Erlent 9.11.2012 06:52
Verðandi eiginmaður Svíaprinsessu geymir auð sinn á Cayman eyjum Sænskir fjölmiðlar hafa komist að því að Chris O Neill verðandi eiginmaður Madeleine Svíaprinsessu geymi mest af auði sínum í skattaparadísum eins og Cayman eyjum. Erlent 9.11.2012 06:50
Grikkir bíða nú næstu greiðslu Grikkland, APGrísk stjórnvöld gera sér vonir um að fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján ákveði að greiða Grikkjum næstu útborgun úr stöðugleikasjóði ESB. Gríska þingið samþykkti naumlega á miðvikudagskvöld nýjasta niðurskurðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem er skilyrði frekari fjárhagsaðstoðar. Erlent 9.11.2012 06:00
Morðinginn í Arizona í lífstíðarfangelsi Jared Loughner, sem myrti sex og slasaði þrettán, þar á meðal þingkonuna Gabrielle Giffords, í janúar í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Loughner er tuttugu og fjögurra ára gamall. Erlent 8.11.2012 21:30
Fundu tíu þúsund flöskur af einu dýrasta rauðvíni í heimi Tíu þúsund flöskur af einu dýrasta rauðvíni í heimi fundust í yfirgefnu húsi í Kína á dögunum. Lögreglan rannsakar nú vínfundinn, en ekki er víst hvort að flöskunar séu ekta eða um eftirlíkingu sé að ræða. Vínið er að gerðinni Chateau Lafite Rothschild sem er fransk eðalvín. Ef flöskurnar eru ekta má gera ráð fyrir að flöskurnar séu um tveggja milljarða króna virði. Erlent 8.11.2012 20:36
Yfir 20 þúsund flugferðum frestað vegna Sandy Rúmlega tuttugu þúsund flug voru felld niður vegna fellibylsins Sandy. Það er aftur á móti aðeins brot af þeim fjölda ferða sem hætt var við vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli á sínum tíma samkvæmt vefsíðunni túristi.is. Erlent 8.11.2012 09:23