Erlent

Malala komin af sjúkrahúsi

Unga stúlkan sem skotin var í höfuðið af Talibana fyrir það eitt að sækjast eftir menntun og berjast fyrir kvenfrelsi er komin af spítala.

Erlent

Með forræðið þrátt fyrir morð

Alls hafa mæður 179 barna í Svíþjóð verið myrtar frá því árið 2000. Feður 126 þessara barna hafa verið þeir sem myrtu mæðurnar. Þetta er niðurstaða úttektar sænska blaðsins Aftonbladet á morðum og drápum á konum. Sérstök rannsókn á aðstæðum 54 barna leiddi í ljós að í fjórum tilfellum af hverjum 10 eru feðurnir enn með forræði yfir börnunum. Í mörgum tilfellum geta feður sem banað hafa mæðrum barna sinna stýrt lífi barnanna frá fangelsinu og meðal annars gert athugasemdir við val á fósturheimili eða lyfjameðferð vegna veikinda barnanna. Feður geta einnig neitað að skrifa undir umsókn um vegabréf.

Erlent

Fleiri nýburar í Færeyjum 2012

Á nýliðnu ári fæddust 622 börn í Færeyjum, sem er nokkuð meira en árið 2011 þegar 576 börn fæddust. Á fréttavefnum Portalnum kemur fram að 596 barnanna hafi fæðst á Landssjúkrahúsinu í Þórshöfn.

Erlent

Sjá fram á landlæga sæðisþurrð í Danaveldi

Nýjar og strangari reglur um gjafasæði í Danmörku gætu orðið til þess að sæðisbankinn Cryos International í Árósum, stærsti sæðisbanki heims, hætti að sjá Dönum fyrir sæði. Þetta kemur fram í frétt á vef danska ríkisútvarpsins, DR.

Erlent

Prófuðu flóðbylgjusprengjur árið 1944

Gömul leyniskjöl sem nýlega fundust í skjalasafni nýsjálenska hersins sýna að Bandaríkjamenn og Nýsjálendingar þróuðu og prófuðu sprengjur sem gátu framkallað flóðbylgjur á síðustu árum seinni heimstyrjaldarinnar.

Erlent

Hugo Chavez liggur þungt haldinn í öndunarvél

Hugo Chavez forseti Venesúela liggur nú þungt haldinn í öndunarvél á Kúbu. Hann þjáist af mjög alvarlegri sýkingu í lungum og öndunarfærum eftir að hafa farið í fjórðu skurðaðgerð sína gegn krabbameini á Kúbu í síðasta mánuði.

Erlent

Áfram ófær um að loka Guantanamo

Obama Bandaríkjaforseti segist nauðbeygður hafa staðfest lög sem gera honum áfram ókleift að loka Guantanamo-búðunum á Kúbu. Með lögunum tryggði hann Bandaríkjaher fjármagn til að halda áfram umsvifum sínum víða um heim.

Erlent

Sex þingmenn ákærðir fyrir nauðganir

Sex indverskir ríkisþingmenn hafa verið ákærðir fyrir nauðganir. Tveir þingmenn á landsþinginu til viðbótar sæta ákærum fyrir árásir á konur, sem þó fela ekki í sér nauðgun.

Erlent

Bandaríska þingið frestaði vandanum

Eftir aðeins fáar vikur gæti næsta ágreiningsmál steypt ríkissjóði Bandaríkjanna í ógöngur. Mikill meirihluti repúblikana samþykkti skattahækkanir á auðmenn í báðum deildum þingsins, þrátt fyrir andstöðu leiðtoga flokksins í fulltrúadeild.

Erlent

Grænlendingar veiða 221 hval

Heimastjórnin í Grænlandi hefur ákveðið að leyfa veiðar á 221 hval á þessu ári, þar af 190 hrefnum, nítján langreyðum, tíu hnúfubökum og tveimur norðhvölum. Þetta er tíu hvölum meira en á síðasta ári og gengur gegn ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því í sumar. Frá þessu segir í dönskum miðlum.

Erlent

Telja að uppreisna sé að vænta í Evrópu

Milljónir Evrópubúa, sem bjuggu við velmegun fyrir ekki svo löngu, eiga nú í erfiðleikum með að afla sér matar. Það er mat Alþjóða Rauða krossins að Evrópa þurfi þess vegna að búa sig undir uppreisnir, eins og þær sem skekið hafa Norður-Afríku.

Erlent

Olíuborpallur strandaði við Alaska

Olíuborpallur í eigu Shell olíufélagsins er strandaður við Kodiak eyju í Alaska. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur bandarísku strandgæslunni ekki tekist að draga pallinn af strandstað.

Erlent

Grænlendingar ákveða hvalveiðikvóta ársins

Heimastjórn Grænlands hefur ákveðið hvaða kvótar verða á hvalveiðum Grænlendinga á þessu ári. Ákvörðunin er í andstöðu við Alþjóðahvalveiðiráðið sem hingað til hefur gefið út hvalveiðikvótana fyrir Grænland.

Erlent