Erlent

Fólk lýsir hrikalegum aðstæðum

Lofthiti lækkaði í Suður-Ástralíu í gær eftir að hafa náð methæðum. Þar með dró heldur úr hættunni á áframhaldandi eyðileggingu af völdum kjarrelda sem síðustu daga hafa valdið tjóni á um 200 stöðum í landinu.

Erlent

Berlusconi hnýtir í dómara

Embættismenn dómstóla í Mílanó í Ítalíu hafa áréttað hlutleysi dómara réttarins eftir yfirlýsingar Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.

Erlent

Biðja Cameron að hætta ekki ESB-aðild

Milljarðar punda af skatttekjum gætu glatast færi svo að flosnaði upp úr Evrópusambandsaðild Breta. Viðskiptajöfrar biðla til forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar í samskiptum við ESB. Cameron er andsnúinn meiri völdum ESB.

Erlent

Ostasmyglari staðinn að verki

Norskir tollverðir komu upp um stórtækan smyglara á leið frá Svíþjóð, við venjubundið eftirlit við landamærabrúna yfir Svínasund fyrr í vikunni. Í bifreið hans fundust 106 kíló af osti, 120 kíló af jógúrti, 40 kíló af súrkáli og annað eins af kjötvörum.

Erlent

Landnemar óskast - allir geta sótt um

Hollensku samtökin Mars One bjóða nú áhugasömum jarðarbúum varanlega dvöl á Mars. Stefnt er að því að fyrstu landnemarnir stígi fæti á rauðu plánetuna árið 2023.

Erlent

Stjórnarkreppa í uppsiglingu í Venesúela

Stjórnarkreppa er í uppsiglingu í Venesúela eftir að ríkisstjórn landsins tilkynnti í gærkvöld að Hugo Chavez forseti gæti ekki svarið embættiseið á morgun eins og lög kveða á um.

Erlent

David Bowie snýr aftur - nýtt lag og myndband

Breski tónlistarmaðurinn David Bowie rauf áralanga þögn sína í gær þegar nýtt lag eftir hann birtist í vefverslun Apple, iTunes. Smáskífan ber heitið „Where Are We Now?" og er af væntanlegri plötu Bowie, „The Next Day."

Erlent

Fílafjölskylda drepin af veiðiþjófum í Kenía

Heil fílafjölskylda féll fyrir hendi veiðiþjófa í Tsavo þjóðgarðinum Kenía á dögunum. Náttúruverndarsamtök þar í landi segja að ellefu fílar hafi fallið í árásinni. Veiðiþjófarnir voru á höttunum eftir skögultönnum fílanna. Líklegt þykir að fílabeinin hafi verið flutt til Kína en þar eru þau seld dýrum dómum.

Erlent

Þrír af sakborningunum í Delí neita sök

Þrír af fimm mönnum sem grunaðir eru um að hafa rænt, nauðgað og myrt 23 ára gamla konu í Delí á Indlandi munu neita sök. Þetta segir Manohar Lal Sharma í samtali við BBC fréttastofuna. Hann segir að mennirnir, sem heita Mukesh Singh, Akshay Thakur og Ram Singh, eigi rétt á sanngjörnum réttarhöldum. Allir mennirnir fimm voru leiddir fyrir dómara í gær og réttarhöld halda áfram á fimmtudag. Sjötti grunaði maðurinn er einungis sautján ára gamall. Réttað verður yfir honum fyrir unglingadómstól. Verði mennirnir sakfelldir munu þeir hugsanlega hljóta dauðarefsingu.

Erlent

Hita- og þurrkatíð eykur eldhættuna

Stjórnvöld í Ástralíu óttast fleiri kjarrelda víðar í landinu. Í suðurhluta landsins var í dag spáð roki og allt að 43 stiga hita. Á eynni Tasmaníu hafa yfir hundrað heimili og byggingar orðið eldi að bráð. Í gær var hundrað manns enn saknað.

Erlent

Tímasetningin sætir gagnrýni

Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, vill kynnast efnahagsaðstæðum og samfélagsmiðlum í Norður-Kóreu af eigin raun í einkaheimsókn til landsins, samkvæmt upplýsingum frá sendinefnd hans.

Erlent