Fótbolti

Peningar kaupa ekki titla segir Cech

Peter Cech var með áhugaverðar yfirlýsingar í viðtali hjá The Sun um helgina. Þar setti hann það fram að peningar hefðu aldrei unnið neitt og að Manchester City þyrftu að byggja lið til að geta barist um titilinn.

Enski boltinn

Aron á skotskónum gegn Getafe

Íslendingar voru á ferðinni í æfingarleikjum í dag, Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp tvö mörk ásamt því að Aron Jóhannsson skoraði þriðja mark AZ í 3-0 sigri á Getafe.

Fótbolti

Ólína: Búinn að vera mikill tilfinningarússibani

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir var í byrjunarliði íslenska liðsins í fyrsta sinn á EM þegar stelpurnar töpuðu 0-4 á móti Svíum í átta liða úrslitunum. Ólína var besti maður íslenska liðsins í leiknum en það dugði ekki til.

Fótbolti

Sara Björk: Miklir klaufar að fá á okkur mark svona snemma

Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 0-4 tap á móti Svíþjóð í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar. Íslenska liðið lenti undir eftir þriggja mínútna leik og það mátti alls ekki gerast.

Fótbolti

Heynckes tekur ekki við Barcelona

Jupp Heynckes mun ekki taka við Barcelona að eigin sögn. Hann hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna eftir afsögn Tito Vilanova en hann var fljótur að taka sig úr myndinni.

Fótbolti

Suarez mættur til Ástralíu

Luis Suarez er mættur til Ástralíu til að taka þátt í æfingarferð Liverpool. Mikið hefur verið rætt um framtíð Suarez hjá Liverpool en hann er eftirsóttur af Real Madrid.

Enski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - ÍBV 2-1

ÍA tók á móti ÍBV í Pepsi-deild karla í dag í leik sem byrjaði heldur rólega. Bæði lið byrjuðu leikinn hægt og voru mikið að þreifa á hvoru öðru og úr varð mikið miðjumoð fyrstu 20 mínúturnar. Eftir það náðu bæði lið ágætis spil köflum án þess þó að ná að nýta sér þau hálffæri sem þau sköpuðu sér.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 4-0 | Ísland úr leik á EM

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta átti ekki möguleika í sjóðandi heitt sænskt landslið í sólinni í Halmstad í dag þegar þjóðirnar mættust í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Allt sem mátti ekki gerast í upphafi leiks gerðist og eftirleikurinn var auðveldur fyrir sænska liðið. Svíar unnu öruggan 4-0 sigur og tryggðu sér sæti í undanúrslitum EM. Frábær keppni hjá íslensku stelpununum þótt að endirinn hafi verið snubbóttur.

Fótbolti

Blanc útilokar tilboð í Rooney

Laurent Blanc, þjálfari PSG hefur útilokað möguleikann að PSG bjóði í Wayne Rooney, leikmann Manchester United í sumar. Mikið hefur verið rætt um hvort Rooney fari frá Manchester United fyrir næsta tímabil.

Enski boltinn

Hallbera: Fannst það athyglisvert að ég hafi farið í Húsmæðraskólann

Hallbera Guðný Gísladóttir var hress og til í slaginn þegar blaðamannamaður Vísis hitti á hana í gær. Hallbera hefur spilað vel á mótinu og er einn af leikmönnum liðsins sem hefur ekki farið útaf í eina mínútu. "Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sér stærsti leikurinn sem ég hef spilað," segir Hallbera.

Fótbolti

Dóra María vonast eftir því að fá leik á afmælisdaginn

"Ég held að við séum nú frekar slakar. Öll pressan er á þeim og það hefur verið gaman að fylgjast með fjölmiðlum hérna. Þeir eru ekki að setja neina pressu á okkur. Við erum hérna fyrst og fremst til að njóta og auðvitað nýtur maður sín best þegar maður nær árangri. Við erum ekkert orðnar saddar þótt að við séum komnar í átta liða úrslitin," segir Dóra María Lárusdóttir ein af leikmönnum íslenska liðsins sem verður í eldlínunni á móti Svíum í dag í átta liða úrslitum EM.

Fótbolti

Hver kemur í staðinn fyrir Fríðu?

Hólmfríður Magnúsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í dag þegar liðið mætir Svíum í átta liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta. Hólmfríður tekur út leikbann fyrir gulu spjöldin tvö sem hún fékk í riðlakeppninni.

Fótbolti

Veron tekur fram skóna á ný

Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron hefur tekið þá ákvörðun að taka fram skóna á ný eftir að kappinn hafi lagt þá á hilluna árið 2012.

Fótbolti

Stelpurnar æfðu vítaspyrnur í gær

Íslenska kvennalandsliðið er við öllu búið fyrir leikinn á móti Svíum á morgun en Ísland og Svíþjóð mætast þá í átta liða úrslitunum á EM í Svíþjóð. Íslenska liðið undirbýr sig fyrir allar mögulegar aðstæður og þar á meðal er vítaspyrnukeppni.

Fótbolti