Fótbolti

Aron á skotskónum gegn Getafe

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson Mynd/Gettyimages
Íslendingar voru á ferðinni í æfingarleikjum í dag, Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp tvö mörk ásamt því að Aron Jóhannsson skoraði þriðja mark AZ í 3-0 sigri á Getafe.

Chelsea vann nokkuð auðveldan 4-1 sigur á úrvalsliði Malasíu þar sem De Bruyne, Lukaku, Traore og Moses skoruðu mörk Chelsea áður en Fadhli Shas minnkaði muninn á lokamínútum leiksins. Þá unnu Swansea 2-0 sigur á Exeter þar sem Dyer og Donnelly skoruðu mörkin.

Bournemouth fengu stórveldið Real Madrid í heimsókn og þar léku flestar stjörnur Madrídarliðsins listir sínar. Þrátt fyrir að Bournemouth séu nýliðar í þriðju deild Englands voru Cristiano Ronaldo, Isco og fleiri stjörnur í byrjunarliðinu.  Þetta var fyrsti leikur Real Madrid undir stjórn Carlo Ancelotti og hann gat verið ánægður með sína menn sem unnu 6-0 sigur.



Úrslit dagsins:

Úrvalslið Malasíu 1-4 Chelsea

AZ Alkmaar 3-0 Getafe

Exeter 0-2 Swansea

Schalke 1-1 Besiktas

Galatasaray 3-3 Malaga

Bournemouth 0-6 Real Madrid




Fleiri fréttir

Sjá meira


×