Enski boltinn

Suarez mættur til Ástralíu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Luis Suarez
Luis Suarez Mynd/Gettyimages
Luis Suarez er mættur til Ástralíu til að taka þátt í æfingarferð Liverpool. Mikið hefur verið rætt um framtíð Suarez hjá Liverpool en hann er eftirsóttur af Real Madrid.

Suarez var næst markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á næsta ári þrátt fyrir að hafa eytt 5 leikjum í banni. Hann hefur ýtt undir sögusagnir að hann sé á förum allt frá lokum tímabilsins og virðist vera óánægður í herbúðum Liverpool.

Brendan Rodgers virðist þó vera handviss um að Suarez muni leika áfram hjá þeim rauðu á næsta tímabili.

„Ég hlakka til að sjá hann, hann er góður leikmaður sem við höfum staðið við bakið á. Ég skil stöðuna hans en hann er leikmaður þessa klúbbs, við borgum honum mánaðarlega svo hann á að efna sinn hluta samningins," sagði Rodgers.

Talið er að Suarez muni taka þátt í æfingum sem fara fram auk þess sem hann muni funda með Ian Ayre, framkvæmdarstjóra Liverpool. Liverpool mun spila við Melbourne Victory á miðvikudaginn en það verður í fyrsta sinn í sögu klúbbsins sem liðið leikur í Ástralíu.

Suarez við komuna til Ástralíu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×