Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2026 18:30 Haukur Þrastarson kom sterkur inn í íslenska liðið í dag. EPA/Cornelius Poppe NORWAY OUT Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan átta marka sigur er liðið mætti Pólverjum í 2. umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í dag. Sigurinn kemur íslensku strákunum í kjörstöðu til að vinna riðilinn. Íslensku strákarnir áttu í töluverðum erfiðleikum með Pólverja framan af leik. Stórir og stæðilegir Pólverjarnir spiluðu sterka 5:1 vörn sem fljótir sóknarmenn íslenska liðsins áttu erfitt með að finna glufur á. Hins vegar hjálpaði það klárlega íslenska liðinu að sóknarleikur Pólverja gekk ekki mikið betur en sá íslenski og því var enn jafnt eftir tæplega stundarfjórðungsleik, þrátt fyrir að ekki hafi verið skorað íslenskt mark í rúmar sex mínútur. Viktor Gísli stóð vaktina í markinu stærstan hluta leiksins.EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Íslenska liðið fann betri takt eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og náði tveggja marka forskoti, en illa gekk að hrista pólska liðið af sér. Tapaðir boltar og misnotuð dauðafæri reyndust íslenska liðinu dýrkeypt og Pólverjar jöfnuðu metin á ný áður en Snorri Steinn tók fyrsta leikhlé leiksins eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik. Eftir leikhléið tók Haukur Þrastarson til sinna ráða. Haukur lyfti sér upp og skoraði þegar hendur dómarana voru á lofti, stal boltanum í næstu vörn og skoraði í autt markið, fiskaði víti sem Ómar Ingi Magnússon skoraði úr og kom svo boltanum inn á línu þar sem Arnar Freyr Arnarsson skoraði. Íslenska liðið náði því upp þriggja marka forskoti sem hélst fram að hléi og staðan var 13-10, Íslandi í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Pólska vörnin átti oft og tíðum í vandræðum með gríðarlegan sprengikraft Gísla Þorgeirs.EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Eftir gott spjall við Snorra Stein mættu strákarnir okkar svo betur gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Íslenska liðið jók forskotið skarpt í upphafi seinni hálfleiks og náði sex marka forystu í stöðunni 18-12 þegar síðari hálfleikur var aðeins um fimm mínútna gamall, sem neyddi Pólverja til að taka snemmbúið leikhlé. Ekki batnaði staða Pólverja eftir leikhléið og aðeins þremur mínútum síðar tók liðið annað leikhlé, þegar staðan var orðin 21-13, Íslandi í vil. Íslensku strákarnir náðu svo tíu marka forskoti í stöðunni 24-14 þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka og í raun orðið formsatriði fyrir strákana að sigla sigrinum heim. Orri Freyr nýtti sín færi vel í dag.EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Leikmenn beggja liða vissu að þrátt fyrir að enn væri nóg af mínútum eftir af leiknum væru úrslitin svo gott sem ráðin. Tíu marka forskot Íslands hélst nánast út leikinn, en niðurstaðan varð að lokum öruggur átta marka sigur Íslands, 23-31. Sigurinn þýðir að Ísland er nú í kjörstöðu til að vinna riðilinn og fara með fulklt hús stiga inn í milliriðilinn. Áður en hægt er að hugsa um milliriðilinn þarf íslenska liðið þó að mæta Ungverjum næstkomandi þriðjudag, í leik sem að öllum líkindum verður hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan átta marka sigur er liðið mætti Pólverjum í 2. umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í dag. Sigurinn kemur íslensku strákunum í kjörstöðu til að vinna riðilinn. Íslensku strákarnir áttu í töluverðum erfiðleikum með Pólverja framan af leik. Stórir og stæðilegir Pólverjarnir spiluðu sterka 5:1 vörn sem fljótir sóknarmenn íslenska liðsins áttu erfitt með að finna glufur á. Hins vegar hjálpaði það klárlega íslenska liðinu að sóknarleikur Pólverja gekk ekki mikið betur en sá íslenski og því var enn jafnt eftir tæplega stundarfjórðungsleik, þrátt fyrir að ekki hafi verið skorað íslenskt mark í rúmar sex mínútur. Viktor Gísli stóð vaktina í markinu stærstan hluta leiksins.EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Íslenska liðið fann betri takt eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og náði tveggja marka forskoti, en illa gekk að hrista pólska liðið af sér. Tapaðir boltar og misnotuð dauðafæri reyndust íslenska liðinu dýrkeypt og Pólverjar jöfnuðu metin á ný áður en Snorri Steinn tók fyrsta leikhlé leiksins eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik. Eftir leikhléið tók Haukur Þrastarson til sinna ráða. Haukur lyfti sér upp og skoraði þegar hendur dómarana voru á lofti, stal boltanum í næstu vörn og skoraði í autt markið, fiskaði víti sem Ómar Ingi Magnússon skoraði úr og kom svo boltanum inn á línu þar sem Arnar Freyr Arnarsson skoraði. Íslenska liðið náði því upp þriggja marka forskoti sem hélst fram að hléi og staðan var 13-10, Íslandi í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Pólska vörnin átti oft og tíðum í vandræðum með gríðarlegan sprengikraft Gísla Þorgeirs.EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Eftir gott spjall við Snorra Stein mættu strákarnir okkar svo betur gíraðir inn í seinni hálfleikinn. Íslenska liðið jók forskotið skarpt í upphafi seinni hálfleiks og náði sex marka forystu í stöðunni 18-12 þegar síðari hálfleikur var aðeins um fimm mínútna gamall, sem neyddi Pólverja til að taka snemmbúið leikhlé. Ekki batnaði staða Pólverja eftir leikhléið og aðeins þremur mínútum síðar tók liðið annað leikhlé, þegar staðan var orðin 21-13, Íslandi í vil. Íslensku strákarnir náðu svo tíu marka forskoti í stöðunni 24-14 þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka og í raun orðið formsatriði fyrir strákana að sigla sigrinum heim. Orri Freyr nýtti sín færi vel í dag.EPA/Johan Nilsson SWEDEN OUT Leikmenn beggja liða vissu að þrátt fyrir að enn væri nóg af mínútum eftir af leiknum væru úrslitin svo gott sem ráðin. Tíu marka forskot Íslands hélst nánast út leikinn, en niðurstaðan varð að lokum öruggur átta marka sigur Íslands, 23-31. Sigurinn þýðir að Ísland er nú í kjörstöðu til að vinna riðilinn og fara með fulklt hús stiga inn í milliriðilinn. Áður en hægt er að hugsa um milliriðilinn þarf íslenska liðið þó að mæta Ungverjum næstkomandi þriðjudag, í leik sem að öllum líkindum verður hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.