Enski boltinn

Twente samþykkir tilboð Tottenham í Nacer Chadli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Nacer Chadli
Nacer Chadli Mynd/Gettyimages
Tottenham tilkynnti rétt í þessu að þeir hefðu komist að samkomulagi við FC Twente um kaup á belgíska landsliðsmanninum Nacer Chadli.

Chadli spilaði 106 leiki fyrir Twente á þremur árum og skoraði í þeim 31 mörk. Hann skoraði tvisvar gegn Tottenham, heima og að heiman í Meistaradeildinni 2010. Hann mun nú fara í samningaviðræður og læknisskoðun og ef allt gengur eftir skrifa undir hjá Tottenham.

Þetta eru önnur kaup sumarsins hjá Tottenham eftir að þeir keyptu Paulinho frá Corinthians á 17 milljónir. Tottenham sem missti af sæti í Meistaradeildinni á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar ætla sér greinilega að gera betur á þessu tímabili.

Mikið hefur verið rætt um stöðu Gareth Bale og munu kaupin á Chadli eflaust vekja upp einhverjar spurningar. Chadli er hinsvegar réttfættur og mun því eflaust berjast við Clint Dempsey, Aaron Lennon og Gylfa Þór Sigurðsson um spilatíma á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×