Enski boltinn

Schmeichel: Mourinho verður aldrei stjóri Manchester United

Peter Schmeichel, aðalmarkvörður Manchester United á árunum 1991 til 1999, hefur blandað sér í umræðuna um eftirmann Sir Alex Ferguson á Old Trafford. Danski markvörðurinn segir Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, að gleyma því að taka við United því að það muni aldrei gerast.

Enski boltinn

Rush varar Bale við því að fara frá Englandi

Ian Rush, landi Gareth Bale og fyrrum markakóngur Liverpool, segir að Gareth Bale verði að hugsa sig vel um áður en hann ákveður að yfirgefa ensku úrvalsdeildina. Fjölmiðlar hafa orðað Wales-manninn við spænsku risana Real Madrid og Barcelona.

Enski boltinn

Helgin hans Gareth Bale | Allt um leiki helgarinnar á Vísi

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helst aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Enski boltinn

Wilshere ætti að ná Bayern-leiknum

Jack Wilshere haltraði af velli í sigri Arsenal á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en nú lítur út fyrir að meiðslin sé ekki alvarleg. Wilshere ætti því að ná leiknum á móti Bayern í Meistaradeildinni sem fer fram í næstu viku.

Enski boltinn

Mancini mun gera breytingar á City-liðinu

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var allt annað en ánægður með liðið sitt í 1-3 tapinu á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Ítalski stjórinn hefur hótað því að henda nokkrum stjörnuleikmönnum út úr liðinu sínu fyrir næsta leik.

Enski boltinn

Liverpool-maður með slitið krossband

Samed Yesil, þýskur unglingalandsmaður af tyrkneskum ættum, verður ekkert meira með Liverpool á tímabilinu eftir að hann sleit krossband í leik með þýska 18 ára landsliðinu í síðustu viku. Þetta kom fram í Liverpool Echo.

Enski boltinn

Arsenal losar sig við Andre Santos

Vinstri bakvörðurinn Andre Santos hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal á tímabilinu því hann er farinn til Brasilíu til að ganga frá lánsamningi við Gremio.

Enski boltinn

Gazza ekki lengur í lífshættu

Knattspyrnugoðsögnin Paul Gascoigne fór í áfengismeðferð til Bandaríkjanna í síðustu viku enda óttuðust vinir hans að hann væri að ganga frá sjálfum sér með drykkjunni.

Enski boltinn

Mancini lætur Hart heyra það

Roberto Mancini knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City lét Joe Hart markvörð sinn fá það óþvegið í fjölmiðlum á Englandi eftir 3-1 tap Manchester City gegn Southampton í gær.

Enski boltinn

Cardiff City í góðum málum

Lið þeirra Arons Einars Gunnarssonar og Heiðars Helgusonar, Cardiff City, er með ellefu stiga forskot á toppi ensku B-deildarinnar eftir 0-0 jafntefli gegn Huddersfield í dag.

Enski boltinn

Ferguson mun stilla upp tveimur liðum

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er allt annað en sáttur við enska knattspyrnusambandið. United þarf að spila við Everton á morgun og síðan er leikur við Real Madrid í Meistaradeildinni um miðja næstu viku.

Enski boltinn