Enski boltinn

Shelvey bað Ferguson afsökunar

Jonjo Shelvey, leikmaður Liverpool, hefur greint frá því að hann hafi beðið Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, afsökunar á því að hafa rifið kjaft við hann í leik liðanna á dögunum.

Enski boltinn

West Ham upp fyrir Arsenal eftir sigur á Queens Park Rangers

Nýliðar West Ham eru komnir upp í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á botnliði Queens Park Rangers í lokaleik sjöttu umferðarinnar á Loftus Road í kvöld. Lærisveinar Sam Allardyce í West Ham hafa nú fengið 11 stig út úr fyrstu sex leikjum sínum eða tveimur stigum meira en Arsenal sem datt fyrir vikið niður í áttunda sætið.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um umdeilt mark hjá Demba Ba

Demba Ba framherji enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle var í aðalhlutverki þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Reading um helgina. Ba skoraði stórglæsilegt mark á 59. mínútu en síðara mark hans var afar umdeilt þar sem hann notaði höndina til þess að koma boltanum í netið. Guðmundur Benediktsson fór yfir "Ba-málið“ í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær ásamt Hjörvari Hafliðasyni og Þorláki Árnasyni.

Enski boltinn

Aguero: Heimamenn njóta forréttinda hjá dómurum

Argentínumaðurinn Sergio Aguero hjá Man. City var líklega ekki að vinna sér inn neina punkta hjá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hann lét hafa eftir sér að erlendir leikmenn sætu ekki við sama borð og Englendingar hjá dómurum deildarinnar.

Enski boltinn

Rodgers: Suárez fær ósanngjarna meðferð

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, stendur þétt við bakið á framherja sínum Luis Suárez og vill meina að hann fái óverðskuldaða meðferð frá dómurum deildarinnar, sem á áhorfendum andstæðingana.

Enski boltinn

Lundúnaslagur í skugga dóms

Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea mætast í hádegisleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og er leiksins eins og ávallt beðið af mikilli eftirvæntingu. Augu flestra munu þó vafalaust beinast að John Terry, fyrirliða Chelsea, sem í fyrradag var dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand, leikmanni QPR.

Enski boltinn

Spánverjarnir sáu um Arsenal

Chelsea styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með góðum 2-1 útivallarsigri á Arsenal. Spánverjarnir Fernando Torres og Juan Mata skoruðu mörk Chelsea.

Enski boltinn