Enski boltinn

Schmeichel: Mourinho verður aldrei stjóri Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Schmeichel.
Peter Schmeichel. Mynd/Nordic Photos/Getty
Peter Schmeichel, aðalmarkvörður Manchester United á árunum 1991 til 1999, hefur blandað sér í umræðuna um eftirmann Sir Alex Ferguson á Old Trafford. Danski markvörðurinn segir Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, að gleyma því að taka við United því að það muni aldrei gerast.

Peter Schmeichel var í viðtali hjá spænska blaðinu El Mundo í tilefni af leik Real Madrid og Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Mourinho verður aldrei stjóri Manchester United. Ég tel að félagið væri ekki ánægð með allt það sem fylgir því að ráða mann eins og Jose Mourinho," sagði Peter Schmeichel í viðtalinu við El Mundo.

„Hann er góður kostur þegar litið á hæfileika hans sem knattspyrnustjóri en klúbburinn vill ekki þurfa að glíma við þann sirkus sem er í kringum hann," segir Schmeichel.

Jose Mourinho hefur mikið verið orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester United ekki síst þar sem Mourinho og Ferguson eru góðir vinir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×