Enski boltinn

Gazza ekki lengur í lífshættu

Knattspyrnugoðsögnin Paul Gascoigne fór í áfengismeðferð til Bandaríkjanna í síðustu viku enda óttuðust vinir hans að hann væri að ganga frá sjálfum sér með drykkjunni.

Á laugardag spurðist það síðan út að Gazza hefði verið fluttur á spítala og að hann væri í lífshættu. Hann er nú kominn úr lífshættu.

Vinur Gascoigne gaf svo út yfirlýsingu í dag vegna málsins.

"Paul lenti í líkamlegum erfiðleikum. Slíkt er ekki óalgengt fyrir menn sem hafa drukkið eins stíft og hann gerði. Paul var fluttur á spítala í kjölfarið. Hann er á batavegi og farinn að ganga um. Hann er ekki í lífshættu lengur," sagði vinur Gazza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×