Enski boltinn

Ferguson hætti við að breyta of miklu

Van Persie fagnar marki sínu í dag.
Van Persie fagnar marki sínu í dag.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, viðurkenndi að hafa skipt um skoðun á liðsvali sínu fyrir leikinn gegn Everton í dag er hann sá Man. City tapa fyrir Southampton.

Ferguson sagði á föstudag að hann myndi stilla upp tveimur liðum í vikunni. Einu gegn Everton og svo öðru í Meistaradeildinni á miðvikudag gegn Real Madrid.

Hann gerði það alls ekki og stillti upp gríðarsterku liði gegn Everton.

"Tapið hjá Man. City breytti miklu. Ég ætlaði að gera sjö breytingar á liðinu en mikilvægi leiksins varð meira er City tapaði. Við vissum að við yrðum í frábærri stöðu með sigri í dag og getum hvílt menn síðar," sagði Ferguson eftir 2-0 sigurinn á Everton.

Man. Utd er með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×