Enski boltinn

Ferguson um Giggs: Upp og niður völlinn allan daginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sparaði að sjálfsögðu ekki hrósið á Ryan Giggs, eftir 2-0 sigurinn á Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Giggs skoraði fyrra mark liðsins og hefur þar með skorað á 23 tímabilum í röð en hann er orðinn 39 gamall. Giggs er sá eini sem hefur skorað á öllum tímabilum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

„Goðsögnin lifir góðu lífi og hann er auk þess frábær manneskja," sagði Alex Ferguson um Ryan Giggs.

„Hann fer upp og niður völlinn allan daginn og hefur sýnt að hann býr enn yfir frábærri orku í leikinn. Það er æðislegt að sjá það," sagði Ferguson.

Það er hægt að sjá mark Ryan Giggs með því að smella hér fyrir ofan en það skoraði hann meira að segja með hægri fætinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×