Enski boltinn

Wilshere er ekki alvarlega meiddur

Wilshere á ferðinni í dag.
Wilshere á ferðinni í dag.
Margir stuðningsmenn Arsenal fengu hland fyrir hjartað í dag er miðjumaðurinn Jack Wilshere meiddist og varð af fara af velli í leiknum gegn Sunderland.

"Jack fékk spark í lærið og gat ekki labbað. Þetta er þó ekki alvarlegt og hann ætti að jafna sig á fjórum til fimm dögum," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leik.

Laurent Koscielny er einnig meiddur.

"Hann er slæmur í kálfanum. Haltraði af velli í landsleiknum í vikunni. Við ákváðum að láta reyna á þetta en hann er ekki tilbúinn. Hann ætti þó að ná sér fljótlega."

Tíu leikmenn Arsenal unnu nauman 0-1 útisigur í leiknum.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×