Enski boltinn

Manchester United með 12 stiga forystu | Giggs með mark 23. tímabilið í röð

Giggs að skora með hægri fæti.
Giggs að skora með hægri fæti. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United náði 12 stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið lagði Everton 2-0. Ryan Giggs skoraði fyrsta mark sitt á tímabilinu snemma leiks.

Ryan Giggs kom Manchester United á bragðið strax á 13. mínútu. Fyrsta mark Giggs á tímabilinu sem hefur nú skorað deildarmark 23 tímabil í röð.

Rétt fyrir hálfleik bætti Robin van Persie öðru marki við og þrátt fyir fjörugan leik var ekki meira skorað í leiknum.

Manchester United lyfti sér upp í 65 stig og er með 12 stigum meira en Manchester City þegar 12 umferðir eru eftir af deildinni. Aðeins kraftaverk virðist geta komið í veg fyrir að Manchester United vinni sinn 20. Englandsmeistaratitil.

Everton er í sjötta sæti deildarinnar, sex stigum frá fjórða sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×