Enski boltinn

Aston Villa úr fallsæti

Mynd/Nordic Photos/Getty
Aston Villa lyfti sér úr fallsæti með því að leggja West Ham United 2-1 á heimavelli sínum í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Christian Benteke skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu á 74. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar skoraði Charles N´Zogbia glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og tryggði stigin þrjú.

West Ham fékk líflínu á 88. mínútu þegar Ashley Westwood varð fyrir því óláni að skalla sendingu Joe Cole í eigið mark.

Sigurinn er ákaflega mikilvægur fyrir Aston Villa. Liðið lyfti sér úr fallsæti, í 24 stig, stigi meira en Reading.

West Ham er eftir sem áður í 11. sæti með 30 stig en liðið náði sér ekki á strik á Villa Park í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×