Enski boltinn

Liverpool-maður með slitið krossband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samed Yesil í leik með Liverpool.
Samed Yesil í leik með Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Samed Yesil, þýskur unglingalandsmaður af tyrkneskum ættum, verður ekkert meira með Liverpool á tímabilinu eftir að hann sleit krossband í leik með þýska 18 ára landsliðinu í síðustu viku. Þetta kom fram í Liverpool Echo.

Yesil fer í aðgerð og verður frá í það minnsta kosti sex mánuði en þetta gæti haft mikil áhrif á hans framtíð hjá félaginu.

Liverpool keypti Yesil frá Bayer Leverkusen síðasta sumar og borgaði fyrir hann eina milljón punda. Hann spilað sinn fyrsta leik með aðalliðinu í deildarbikarleik á móti West Brom í september og tók einnig þátt í leik á móti Swansea í sömu keppni mánuði síðar.

Samed Yesil skoraði 57 mörk í 71 leik með unglingaliðum Bayer Leverkusen frá 2010 til 2012. Hann hefur bara spilað fyrir unglingalandslið Þýskalands og hefur meðal annars skorað 8 mörk í 6 leikjum með 19 ára landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×