Enski boltinn

Helgin hans Gareth Bale | Allt um leiki helgarinnar á Vísi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Mynd/Nordic Photos/Getty
Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helst aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Þetta var helgin hans Gareth Bale sem skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Tottenham á Newcastle. Hann var bæði valinn leikmaður helgarinnar og átti einnig eitt af fallegustu mörkunum.

Inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi er nú hægt að sjá val á fimm flottustu mörkum helgarinnar sem og val á besta leikmanninum, liði umferðarinnar, flottustu markvörslunum og atviki helgarinnar.

Þar má einnig finna skemmtilegt atvik frá fyrri tímum auk þess sem hægt er að fá stutt yfirlit yfir það helsta sem gerðist í þessari umferð. Hér fyrir neðan eru tenglar á öll þessi myndbönd.



26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar gerð upp inn á Vísi:

Fallegustu mörkin



Besti leikmaður helgarinnar



Lið umferðarinnar



Flottustu markvörslurnar



Atvik helgarinnar



Skemmtilegt sögubrot



Umferðin á fimm mínútum



Fimm fallegustu mörkin í umferðinni:

5. Charles N'Zogbia fyrir Aston Villa á móti West Ham

4. Pablo Hernández fyrir Swansea á móti QPR

3. Santi Cazorla fyrir Arsenal á móti Sunderland

2. Frank Lampard fyrir Chelsea á móti Wigan

1. Gareth Bale fyrir Tottenham á móti Newcastle




Fleiri fréttir

Sjá meira


×