Enski boltinn

Di Matteo: Torres er frábær náungi og okkur mikils virði

Roberto Di Matteo, nýr stjóri Chelsea, virðist ætla að veðja á spænska framherjann Fernando Torres þótt að Torres hafi ekki skorað í meira en sólarhring í leikjum með Chelsea og spænska landsliðinu. Torres spilaði allar 90 mínúturnar í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Di Matteo.

Enski boltinn

Blackburn vill fá Zenden

Steve Kean, stjóri Blackburn, er þessa dagana á eftir Hollendingnum Boudewijn Zenden sem flestir héldu eflaust að væri búinn að leggja skóna á hilluna.

Enski boltinn

Ferguson beðinn um að þegja

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ganga ansi langt í stjórnsemi sinni því það hefur nú beðið Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, að tjá sig ekki um landsliðsþjálfaramálin hjá Englandi.

Enski boltinn

Menn að fá sér í enska boltanum

Þorstinn virðist sækja fast að leikmönnum enska boltans en tveir leikmenn úr úrvalsdeildinni - Jermaine Pennant og Roger Johnson - hafa verið sektaðir fyrir að fá sér á meðan áfengisbann var í gildi hjá félögum þeirra.

Enski boltinn

Torres þorði ekki að taka víti

Sjálfstraust spænska framherjans Fernando Torres, leikmanns Chelsea, er svo lítið um þessar mundir að hann treysti sér ekki í að taka víti gegn Birmingham í bikarnum á þriðjudag.

Enski boltinn

Balotelli sektaður um vikulaun

Manchester City hefur sektað ólátabelginn Mario Balotelli eftir að hann braut reglur liðsins um útivistarleyfi. Balotelli skellti sér á nektarbúllu þegar hann átti að vera kominn í koju um síðustu helgi.

Enski boltinn

Torres búinn að spila í sólarhring án þess að skora

Fernando Torres tókst ekki að skora í fyrsta leiknum undir stjórn Ítalans Roberto Di Matteo þrátt fyrir að fá að spila allar 90 mínúturnar í 2-0 bikarsigri á Birmingham. Það er því liðinn meira en sólarhringur síðan að hann skoraði síðast fyrir Chelsea eða spænska landsliðið.

Enski boltinn

Tottenham lenti undir en komst örugglega áfram í enska bikarnum

Tottenham er komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins eftir 3-1 sigur á C-deildarliðinu Stevenage á White Hart Lane í kvöld en þetta var endurtekinn leikur. Tottenham lenti undir í byrjun leiks en vann að lokum öruggan sigur sem færir liðinu heimaleik á móti Bolton í átta liða úrslitunum.

Enski boltinn

Erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með fréttum af Guðna Bergssyni

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um Guðna Bergsson, fyrrum atvinnuknattspyrnumann og fyrirliða íslenska landsliðsins, á undanförnum tveimur dögum. Guðni, sem starfar sem lögfræðingur, hlaut skurðáverka þegar hann kom samstarfsmanni sínum til bjargar á lögfræðistofunni Lagastoð í Lágmúla í fyrradag.

Enski boltinn

Jóhannes Karl lagði upp sigurmark Huddersfield

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Huddersfield gefa ekkert eftir í baráttunni um sæti í ensku b-deildinni en þeir unnu 1-0 sigur á Hartlepool í ensku C-deildinni í kvöld. Huddersfield er nú aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu.

Enski boltinn

Di Matteo: Þessi sigur var fyrir Andre Villas-Boas

Roberto Di Matteo stýrði Chelsea inn í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í sínum fyrsta leik sem stjóri liðsins en liðið vann 2-0 útisigur á Birmingham í kvöld. Di Matteo tók við af Andre Villas-Boas sem var rekinn á sunnudaginn.

Enski boltinn

Chelsea sló út Birmingham í fyrsta leik Di Matteo

Roberto Di Matteo byrjar vel sem stjóri Chelsea því hann stýrði liðinu til 2-0 útisigurs á b-deildarliði Birmingham í endurteknum leik liðanna í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Chelsea tryggði sér þar með heimaleik á móti Leicester City í átta liða úrslitum keppninnar.

Enski boltinn