Enski boltinn

Balotelli sektaður um vikulaun

Manchester City hefur sektað ólátabelginn Mario Balotelli eftir að hann braut reglur liðsins um útivistarleyfi. Balotelli skellti sér á nektarbúllu þegar hann átti að vera kominn í koju um síðustu helgi.

Balotelli lék engu að síður leikinn gegn Bolton og útiveran virtist ekki hafa haft neikvæð áhrif á kappann því hann skoraði annað marka City í leiknum.

"Ég er búinn að ræða málið við Mario og hann fékk sekt upp á vikulaun. Það er eðlilegt enda eiga menn að virða reglur liðsins," sagði Roberto Mancini, stjóri Man. City.

Balotelli tekur sektinni þegjandi og hljóðalaust enda hefur hann viðurkennt brot sitt og segist sjá eftir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×