Enski boltinn

Kompany meiddist í gær

Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, verður fjarverandi á næstunni eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Sporting Lisbon í gær.

Hann meiddist á kálfa snemma í leiknum og læknar City óttast að hann gæti þurft að hvíla hið minnsta í tvær vikur.

"Það getur verið erfitt að burðast um með svona meiðsli en við vonum að hann hristi þau af sér effir um tvær vikur," sagði Roberto Mancini, stjóri City.

Hann mun því klárlega missa af leiknum gegn Swansea um næstu helgi sem og seinni leiknum gegn Sporting þar sem City þarf að vinna upp 1-0 tapið síðan í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×