Enski boltinn

Man. City hefur áhuga á Van Persie

Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur staðfest að hann hafi mikinn áhuga á markahróknum Robin van Persie hjá Arsenal.

Mancini býst þó við því að Van Persie skrifi undir nýjan samning við Arsenal. Hollendingurinn er búinn að skora 32 mörk fyrir Arsenal í vetur.

"Við höfum áhuga á öllum góðum leikmönnum. Það er ósköp eðlilegt. Ég tel að öll góð lið hafi áhuga á Van Persie," sagði Mancini.

"Ég tel hann vera einn besta framherja Evrópu í dag ásamt Messi, Ronaldo, Aguero og Balotelli. Hann er frábær framherji en ég held að hann verði áfram hjá Arsenal."

City hrifsaði Samir Nasri af Arsenal á síðasta ári og er einnig með Gael Clichy og Kolo Toure sem komu frá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×