Enski boltinn

Terry: Leikmenn brugðust Villas-Boas

John Terry, fyrirliði Chelsea, viðurkennir að leikmenn liðsins hafi brugðist Andre Villas-Boas sem var rekinn sem stjóri Chelsea um síðustu helgi.

Villas-Boas missti stjórn á búningsklefanum og ofan á það kom slæmt gengi þar sem liðið vann ekki í fimm leikjum í röð.

Leikmenn eru þess utan sagðir hafa grafið undan Villas-Boas og á eigandinn, Roman Abramovich, að hafa lesið yfir þeim vegna þess.

"Þetta var leiðinlegt fyrir Andre. Staðreyndin var sú að við gerðum allir mistök. Hann varð því miður að gjalda fyrir það," sagði Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×