Enski boltinn

Erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með fréttum af Guðna Bergssyni

Guðni Bergsson ásamt Ryan Giggs leikmanni Manchester United eftir leik gegn Bolton.
Guðni Bergsson ásamt Ryan Giggs leikmanni Manchester United eftir leik gegn Bolton. Getty Images / Nordic Photos
Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um Guðna Bergsson, fyrrum atvinnuknattspyrnumann og fyrirliða íslenska landsliðsins, á undanförnum tveimur dögum. Guðni, sem starfar sem lögfræðingur, hlaut skurðáverka þegar hann kom samstarfsmanni sínum til bjargar á lögfræðistofunni Lagastoð í Lágmúla í fyrradag.

Karlmaður stakk framkvæmdastjóra Lagastoða ítrekað með hnífi. Guðni var stunginn tvívegis í lærið en árásin átti sér stað á lögfræðistofunni Lagastoð í Lágmúla.

Líðan mannsins, sem slasaðist lífshættulega í árásinni, er enn óbreytt. Hann gekkst undir umfangsmikla aðgerð í fyrradag og er samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild haldið sofandi í öndunarvél.

Guðni lék með með Tottenham á Englandi á árunum 1988-1994 og hann var lykilmaður hjá Bolton á árunum 1995-2003.

Á meðal þeirra fréttamiðla sem hafa fjallað um málið eru;

BBC

Eurosport

Express.co.uk

Yahoo.com


Soccernet.com





Fleiri fréttir

Sjá meira


×