Enski boltinn

Ramires framlengir og Eriksson vill taka við Chelsea

Ramires.
Ramires.
Brasilíski miðjumaðurinn Ramires er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Chelsea og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2017.

Þessi 24 ára miðjumaður er á sínu öðru ári hjá Chelsea og hefur bætt leik sinn jafnt og þétt síðan hann kom þangað.

"Ég er mjög ánægður með nýja samninginn. Ég hef fengið mikinn stuðning hérna og er þakklátur fyrir hann," sagði Ramires í staðlaðri yfirlýsingu frá Chelsea.

Svo hefur sænski þjálfarinn Sven-Göran Eriksson lýst yfir áhuga á að taka við liði Chelsea.

"Ef mér yrði boðið starfið myndi ég að sjálfsögðu taka það," sagði Eriksson en ekki er talið líklegt að félagið sé spennt fyrir Sven enda hefur hann gert lítið af viti undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×