Enski boltinn

Rafa þögull um Chelsea | Vill taka við stóru félagi

Rafa Benitez.
Rafa Benitez.
Spánverjinn Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, er nú sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea en Benitez hefur verið atvinnulaus síðan í desember árið 2010 er hann var rekinn frá Inter.

Benitez neitar því ekki að hann sé að leita eftir starfi hjá stóru félagi en vill lítið ræða orðrómana um Chelsea.

"Það er aldrei gaman að sjá þjálfara missa vinnuna sína. Það er synd en það er ekki sama þolinmæði og áður. Nú þurfa stjórar helst að vinna alla leiki," sagði Benitez.

"Ég upplifði það sérstaklega á Spáni og Ítalíu þar sem maður var lentur undir pressu eftir aðeins tvær til þrjár vikur í starfi. Það er lítið við því að gera annað en að sætta sig við það.

"Ég myndi gjarna vilja vinna hjá stóru félagi, liði sem getur barist um titla. Það var alltaf hugmyndin er ég kom til Liverpool."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×