Enski boltinn

Blackburn vill fá Zenden

Zenden hefur aðallega verið í þvi að sóla sig með konunni upp á síðkastið. Þau eru hér í góðum gír á Ibiza.
Zenden hefur aðallega verið í þvi að sóla sig með konunni upp á síðkastið. Þau eru hér í góðum gír á Ibiza.
Steve Kean, stjóri Blackburn, er þessa dagana á eftir Hollendingnum Boudewijn Zenden sem flestir héldu eflaust að væri búinn að leggja skóna á hilluna.

Skal engan undra þar sem Zenden hefur ekkert spilað í vetur. Hann fékk ekki nýjan samning hjá Sunderland síðasta sumar.

"Hann er gríðarlega reyndur og okkur veitir ekki af slíkum leikmönnum," sagði Kean sem hefur enn tröllatrú á Zenden.

Zenden lék á sínum tíma 54 landsleiki fyrir Holland og varð spænskur meistari með Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×