Enski boltinn

Ferguson beðinn um að þegja

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ganga ansi langt í stjórnsemi sinni því það hefur nú beðið Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, að tjá sig ekki um landsliðsþjálfaramálin hjá Englandi.

Ferguson er einn margra sem hefur lýst því yfir að Harry Redknapp eigi að taka við landsliðinu.

"Sambandið skrifaði mér bréf og bað mig um að tala ekki um landsliðið," sagði Ferguson.

"Ég hef ekki hugmynd um af hverju þeir sendu mér þetta bréf en ég á víst ekki að ræða það heldur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.