Enski boltinn

Aron Einar tekinn útaf og Cardiff fékk á sig jöfnunarmark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/AFP
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City gerðu 2-2 jafntefli á móti Brighton & Hove Albion á útivelli í ensku b-deildinni í kvöld en Brighton-liðið jafnaði metin mínútu fyrir leikslok.

Cardiff hefur gengið illa að landa sigrum að undanförnu og er nú í áttunda sæti deildarinnar en sæti tvö til sex gefa sæti í úrslitakeppninni.

Aron Einar spilaði fyrstu 80 mínútur leiksins og fór útaf þegar Cardiff var 2-1 yfir en Peter Whittingham hafði komið liðinu í 2-1 á 74. mínútu leiksins.

Joe Mason skoraði fyrsta mark Cardiff á 57. mínútu en Ashley Barnes jafnaði í 1-1 á 72. mínútu. Varamaðurinn Sam Vokes tryggði síðan Brighton & Hove Albion eitt stig með marki í lokin.

Cardiff hefur aðeins unnið einn leik af síðustu sex í deildinni og eiga á hættu að missa af lestinni í baráttunni um sæti í umspili um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×